0

Mömmublogg

Það er svolítið spes að tala allt í einu um sig sem mömmu en samt svo eðlilegt eitthvað. Ég var spurð í dag hvort væri ekki skrýtið að vera allt í einu komin með barn og svar mitt var nei. Mér finst það ekkert skrýtið, mér fanst það svoltið skrýtið í einhverja klukkutíma kanksi svona fyrsta sólarhringinn en eftir það fanst mér bara eins og ég hafi alltaf átt hana Freyju. 🙂

Það er samt alveg hellingur sem breytist og fyrstu vikurnar er maður svoldið mikið bara heima og kanksi svolítið heftur á einhvern hátt en maður tekur eiginlega ekki eftir því af því maður er svo mikið að hugsa um þetta litla kríli. En svo fer maður á stjá og fer í gönguferðir og verður svoldið frakkari því af einhverjum ástæðum þá er maður mjög paranoid með allt fyrst…samt var ég ekkert svo slæm þannig en maður hefur mikklar áhyggjur af svifryki, mengun, sýklum og svoleiðis.

En eins og ég sagði þá var/er ég ekkert svo slæm í þessum málum og við Freyja förum alveg í gönguferðir.

Ég hef samt mjög gaman af því að fylgjast með hvað aðrar nýjar mömmur eru paranoid og að pæla í alskonar hlutum sem ég hugsa ekkert um og ég er bara frekar kærulaus miða við þær en samt líður barninu mínu bara mjög vel þó ég sé ekki að telja ofaní hana millilítrana af mjólk eða skrá hjá mér hvernig hún sefur eða hversu mörgum bleyjum ég skipti á yfir daginn. Allt gengur bara vel og við mæðgur erum hamingjusamar og heilsuhraustar.

Svo má ég nú til með að hneykslast aðeins á havaríinu í kring um skírnarveislur hjá sumum, svona af því að sjálf hélt ég mína fyrstu skírnarveislu núna um daginn,  ég hef heyrt im 150 manna skírnarveislur! Það er bara eins og brúðkaup eða ferming! Ég bauð ekki einu sinni svona mörgum í mitt brúðkaup! Sumt fólk tapar sér bara og gerir þetta að mikið meira veseni en þetta þarf að vera. Þannig að það kemur mér bara ekkert á óvart að sumar skuli lenda í því að verða mjólkurlitlar þegar þær koma sér í svona stress að vera bjóða í 150 manna veislu fyrir ungabarn. Hverjum í ósköponum er það að bjóða? Við buðum bara þeim allra nánustu og það voru 16 manns með okkur og það var bara alveg nóg, auðvitað eiga sumir stærri fjölskyldur og sumir eiga foreldra sem eru skilin og komin með nýja maka og alskonar en holy crap það eru ekki 150 manns. Skil þetta bara ekki og vissi ekki að fólk væri að halda svona stórar skírnarveislur.

Jæja lengra verður þetta ekki í bili, ég ætla að reyna að vera dugleg að skrifa eitthvað hérna í sumar þannig fylgist með 😉

0

Að fæða barn, oh holy crap!

Ég hef ákveðið að skrifa fæðingarsöguna mína  hér svona af því ég held að sé gott að skrifa niður svona hluti bæði af fyrir mig af því ég er ekki 100% ánægð með hvernig allt fór fram og líka bara fyrir aðra forvitna sem og aðra áhugasama.   Ekki misskilja þetta var ekkert hræðilegt og það fór bara sem fór og allt endaði þetta vel og fæðingin gekk þannig séð mjög vel hún tók bara ofsalega langan tíma, fannst manni þetta var samt allt innan eðlilegra tímamarka með 1. barn var mér sagt þegar var verið að fara með okkur yfir þetta allt saman áður en við vorum útskrifaðar af sjúkrahúsinu.  

Byrjum á byrjuninni

Í rauninni byrjaði þetta allt saman sunnudaginn 26. Apríl, þá byrjaði ég að fá fyrstu verkina, þeir voru mjög vægir miða við það sem koma skildi ég var að sjálfsögðu svolítið spennt og hlakkaði til hvers verkjar því fleiri og verri því styttra væri í að við fengjum barnið okkar uppí hendurnar! Sunnudagurinn leið og ekkert mikið gerðist, við ákváðum að fara í búð og hreyfa mig aðeins í von um að allt kæmist í gang en ekkert gerðist og allt í einu hættu verkirnir. Ó jæja allt í plati. Seinna um kvöldið byrjuðu þeir svo aftur og varð það til þess að ég átti erfitt með að sofa. Svona hélt þetta áfram næstu daga og nætur, verkirnir komu og fóru, fóru yfirleitt yfir miðjan daginn og komu svo aftur að kvöldi og voru stöðugir en óreglulegir alla nóttina þannig að ég náði aldrei nætursvefni. Á miðvikudeginum, á settum degi, fór þetta svo að versna mikið, verkirnir voru orðnir mikið verri og það var orðið mjög erfitt að reyna að sofa á milli verkja. Ég ráðfærði mig við ljósmóður hún sagði mér að taka parkodín og reyna að sofa, en verkjalyf duga stutt á þessa verki þannig það var ekki mikið um svefn þá nótt heldur. Sagan endurtók sig svo á fimmtudeginum, ég reyndi aftur að ná sambandi við ljósmóður þann dag en það misheppnaðist hressilega ég pantaði símatíma og beið allann daginn. Ég komst svo að því viku seinna þegar ég fékk símtal að konan í móttökunni á heilsugæslunni hafði bókað mig í símatíma hjá henni á vitlausum degi í vitlausri viku! Fyndið núna… ekki svo fyndið þá að bíða og bíða eftir símtali sem aldrei kom. Dagurinn leið og verkirnir héldu áfram, svo var komið kvöld og enn var enginn svefnfriður fyrir verkjum. Einhvertíma eftir miðnættið einhverstaðar milli 12 og 1 þegar Eiríkur var í fastasvefni ákvað ég að nú væri nóg komið! Fyrst fengist ekki svefnfriður þá yrði bara ekkert sofið nú myndi ég koma þessu barni út! Ég brölti frammúr og inná baðherbergi og lét renna í bað, það á víst að vera svo gott við á þessum tímapunkti og hjálpa til við að milda verkina. Verst að baðkarið okkar er eiginlega heldur lítið þannig að það hafði ekki kanski alveg þau róandi fljótandi áhrif sem það átti að gera. Hvað um það ég lág þarna í baðkarinu og tók tímann milli samdráttarverkjanna svo einhvern tímann rétt fyrir 2 ákvað ég að nú væri kominn tími til að vekja Eirík því það var farið að styttast á milli. Eiríkur vaknaði og sat með mér og við fylgdumst með og tímasettum þessa verki. En nú virtist allt standa í stað og svo fór bara aftur að vera lengra á milli. Ég gafst uppá baðinu og brölti uppúr, dröslaði mér inní herbergi og engdist um af sársauka í rúminu. Ég gat ekki meira ég bað Eirík að hringja niður á deild. Hann hringdi og talaði við ljósu þar hún spurði að hinu og þessu m.a. hvort ég væri búin að prófa að fara í heitt bað og taka verkjalyf… tjékk, tjékk, búin að prófa það. Hann talaði við hana í smá stund og lýsti ástandinu fyrir henni, hún bauð okkur að koma niðureftir til að láta skoða mig en okkur var gert grein fyrir því að það væri alveg möguleiki á að ég yrði send heim aftur. Klukkan að verða 3 vorum við að mæta niður á deild, með spítalatöskuna og allt svona just in case, en við vorum samt einhvern veginn alveg viss um að við værum að fara heim aftur. Niðri á deild tók á móti okkur ljósmóðir og við fórum inní skoðunarherbergi, ég var sett í mónitor, hún spurði mig að hinu og þessu og svo kannaði hún leghálsinn. Í ljós kom að leghálsinn var farinn að þynnast og ég var komin með 3-4 cm í útvíkkun, það var það sem líkaminn var búinn að vera vinna í síðustu daga greinilega. Fyrst talaði hún um að við myndum fara heim aftur slaka aðeins á og sjá hvort þetta mallaðist ekki í gang og koma svo aftur í fyrramálið en svo var ákveðið svona þar sem þetta var nú nótt nr. 5 í svefnleysi að gefa mér svefnlyf og morfín svo ég gæti hvílst eitthvað fyrir komandi átök. Við fengum mjög fína stofu sem var vel einangruð þannig okkur leið bara eins og við værum ein á sjúkrahúsinu, en þetta rúm sem þar var samt án gríns óþægilegasta rúm sem hugsast getur, ég hefði sofið jafn vel eða betur á vörubretti. En hvað um það þessi rúm voru svo sem kannski ekki beint hugsuð til að sofa í heldur og það var bara eitthvað þunnt lak til að breiða yfir sig, en sem betur fer þá bauð hún mér að fá sæng því ég var alveg að drepast úr kulda. Ég fékk svefnlyf og morfín og verkirnir hurfu í smá stund fannst mér ég var samt örugglega verkjalaus í alveg klukkutíma eða eitthvað ég veit það ekki ég var eiginlega bara út úr heiminum og vissi bara eiginlega ekki hvort ég væri vakandi eða sofandi, mér fannst ég vera vakandi en ég var samt ekki viss.

Vakin, ósofin,  stálslegin, dofin…..

Rúmlega 7 vaknaði ég svo, var farin að finna svolítið mikið fyrir verkjum aftur og fannst erfitt að sofa. Ég vissi ekki alveg nákvæmlega hvað ég átti að gera ég hef aldrei verið lögð inná spítala eða fætt barn þannig að hvorki ég né Eiríkur vissum hvað væri næst á dagskrá. Við kölluðum á ljósmóður og hún sagði mér að reyna að sofa meira. Ég bað Eirík um að finna fyrir mig ipodinn svo ég gæti reynt að zóna mig betur út, skellti svefn leynivopninu í gang, diskurinn “Ef ég sofna ekki í nótt” með Páli Óskari og Moniku. Það virkaði ágætlega ég vaknaði einstaka sinnum inná milli og um leið og diskurinn kláraðist þá vaknaði ég, þannig ég skellti þessu bara á repeat. Klukkan að verða 8:30 vakna ég svo aftur, nú fannst mér ég vera bara alveg vöknuð og að ég gæti ekki sofið meir, aftur kölluðum við eftir ljósmóður, sú sem tók á móti okkur um nóttina var búin á vakt svo að nú kom önnur. Hún bauð okkur að fara fram að fá okkur morgunmat því það væri gott fyrir mig að reyna hreyfa mig eitthvað til að koma mér almennilega í gang. Við borðuðum og fórum svo aftur inná stofu ég gat ekki hugsað mér að vera frammi lengur mér var svo illt.  Nú var ekkert hægt að gera nema bíða… og aftur ég hafði aldrei fætt barn og vissi bara ekkert hvað ég ætti að vera gera en ég gerði ráð fyrir að ljósmæðurnar sæju bara um að fylla uppí eyðurnar hjá mér og segja mér hvað ég ætti að gera eða gerðu það sem þyrfti til að koma þessu af stað bara eitthvað. Mér fannst ég voða lost eitthvað samt. Ég hélt áfram hvíldinni, var ennþá hálf dösuð eftir morfínið og það þannig að ég var í hálfgerðu móki og datt inn og út úr heiminum á milli verkja. Um hádegi var ég svo skoðuð, staðan var sú sama og þegar ég kom um nóttina 4 cm  í útvíkkun, ekkert búið að gerast. Hún sagði mér að fara að rölta um því það myndi koma þessu af stað. Við fórum fram og löbbuðum saman alveg útí enda þar sem setustofan var og til baka, mér fannst ég ekki geta mera, mér leið svo illa að ég vildi ekki vera þarna frammi ég vildi bara vera inná stofu, ég var farin að finna svo mikinn þrýsting á mjóbakið. Mig minnir að ég hafi lagst aðeins, og reynt að slaka á eftir þennann svakalega göngutúr. Inná milli stóð ég upp og gekk fram og til baka um stofuna. Ég gekk um stofuna, hálfsofandi, svo gat ég ekki gengið lengur og var bara búin að taka mér stöðu við vaskinn í herberginu , þar stóð ég bara með lokuð augun og beið eftir næsta verk. Ég veit ekki hvað ég stóð þar lengi en eftir einhvern tíma kom Eiríkur til mín og spurði hvort ég vildi ekki leggjast, því ég væri að sofna. Ég fór aftur í rúmið og eftir þetta fór ég ekki aftur úr því. Við kölluðum á ljósmóður, á þessum tímapunkti gat ég ekki legið á bakinu því ég var farin að finna svo svakalega mikinn þrýsting á mjóbakið. Við kölluðum á ljósmóður og ég tjáði henni líðan mína, hún sagði við mig; “já þetta fylgir svona er þetta bara”.Ég var farin að biðja um deyfingu Eiríkur var búin að vera fylgjast með hvað var langt á milli verkjanna og enn var of langt á milli, svo að engin deyfing var í boði strax. Ég hélt áfram að kveljast þarna og Eiríkur gerði það eina sem hann gat skrá hjá sér hversu langt leið á milli verkja. Einhverju síðar kölluðum við aftur á ljósmóður og aftur fékk ég sömu svörin ; “já svona er þetta bar þetta fylgir þessu….” Ég skildi þetta ekki alveg afhverju var enginn að hlusta á mig? Verkirnir héldu áfram en urðu einhvernveginn aldrei eins og þeir áttu að vera það var aldrei nógu stutt á milli. Enn eina ferðina kölluðum við eftir ljósmóður og enn og aftur bað ég um deyfingu. Hún sagði að ég gæti ekki fengið deyfingu því fyrst þyrfti að skoða mig og setja mig í mónitor í 20 mínútur. Hún bað mig að leggjast á bakið svo hún gæti sett græjuna á mig, en ég bara gat það ekki, ég náði að vera á bakinu í smá stund á meðan hún kom græjunni fyrir en svo varð ég að leggjast aftur á hliðina, þessi bakverkur var að gera útaf við mig. Þetta voru langar 20 mínútur bæði afþví ég var að bíða og vona að útúr þessu kæmi vonandi loksins að ég mætti fá deyfinguna sem ég var búin að vera biðja um svo lengi og líka af því að þetta voru alveg rúmar 20 mín sem við biðum. Ljósmóðirin kom svo loksins aftur og kíkti á ritið og hristi bara höfuðið. Það hafði ekki náðst að mæla neitt að viti af því að ég lá á hliðinni, samdrættirnir mælast betur ef maður liggur á bakinu. Akkúrat á þessu augnabliki fór að pípa og blikka rauða ljósið inná stofunni, sem þýðir að vanti aðstoð strax inná annari stofu og þar sem var ekkert að sjá úr þessu riti mínu þá fór ljósmóðirin að sinna kallinu áður en hún skoðaði útvíkkunar statusinn. Ég veit ekki alveg hversu langur tími leið en þetta var eins og heil eilífð! Ég hafði verið að finna mikinn þrýsting á mjóbakið í mjög langann tíma núna og svo til að bæta gráu á svart bættist við einhver önnur tilfinning, mér leið eins og ég þyrfti að fara á klósettið, varúð ósmekklegt en; mér leið eins og ég væri bara að kúka á mig þarna í rúminu og það var ekki þægilegt. Ég bað Eirík að hringja á hjálp því ég var enn tengd við þennann helvítis mónitor. Hjálpin kom, það var ekki “mín” ljósmóðir því hún var enn að sinna hinu kallinu, en sú sem kom losaði mig úr mónitornum svo ég kæmist á klósettið. Ég staulaðist á klósettið og við mér blasti mikið blóð og slím aftur bað ég Eirík að kalla á hjálp. Einhver ljósa rak inn nefið og við sögðum henni frá slíminu og blóðinu, ég sat btw enn á klósettinu, hún svaraði; “Já flott það á að gerast ég læt vita” og svo hvarf hún. Ég var þarna á klósettinu eitthvað að reyna að koma einhverju út en ekkert gerðist… því ja… ég þurfti ekki að kúka það var eitthvað annað að reyna að komast út. Loksins kom “mín” ljósmóðir aftur og spurði hvort ég hefði geta kúkað og ég sagði nei. Hún sagði mér að koma í rúmið hún ætlaði (loksins) að skoða mig. Ég hafði sko ekki fyrir því að reyna tosa upp buxurnar mig minnir að ég hafi eiginlega bara hent þeim í Eirík.

Má ég þá fá deyfinguna?

Ljósmóðirin kannaði stöðuna, 9 cm í útvíkkun hún sagði að nú væri þetta að byrja og ég sagði: “Má ég þá fá deyfinguna?” …… og þá varð mín versta martröð að veruleika þegar hún svaraði: “Það er bar orðið of seint” Ég svara: “Ég vil fá hana samt, má ég fá hana samt!” og hún svarar: ”Hún myndi bara ekki gera neitt fyrir þig núna það er of seint.” Heimurinn hrundi í smástund þarna og ég stundi upp: ”En ég var búin að biðja um hana svo lengi.”  hún svarar: “Já ég veit, en það er bara orðið of seint því miður” Ég var buguð, ég sá ekki fram á að geta gert þetta, stingandi bakverkurinn var að gera útaf við mig ég var orðin svo þreytt og það var bara allt ómögulegt ég vildi bara láta svæfa mig og taka barnið út úr mér. En núna hafði samt eitthvað skrítið gerst, allann daginn hafði mér liðið eins og ég skipti engu máli enginn hlustaði á mig og ég var bara einhver vælandi gella þarna inná stofu nr.  eitthvað, núna var ég allt í einu farin að skipta máli. Það voru einhver umskipti þarna þegar þetta fór allt af stað fyrir alvöru. Mér fannst það mjög spes. En nú var það byrjað þetta svokallaða rembings tímabil, það byrjaði hægt ég gat ekki einbeitt mér útaf þessum skelfilega bakverk og svo var náttúrulega heimur minn að hruni kominn og allt var vonlaust og ég bara gat þetta ekki. Ég rembdist hálf ræfilslega til að byrja með. Ég gat ekki einu sinni séð fyrir mér verðlaunin í lokin því á sá ekki fyrir mér að þetta myndi nokkurtíma taka enda og svo var þessi nístandi bakverkur. Það var ekkert að gerast ljósmóðirin ákvað að tala mig upp, hún sagði að við yrðum hér í alla nótt ef ég gerði ekki betur. Eftir það fór þetta aðeins að ganga, ég fékk ágætis pásur á milli því það var enn frekar langt milli verkja, ég náði samt ekki að njóta þess því þegar ég var ekki að rembast þá fann ég aftur fyrir nístandi bakverknum. Ljósmóðirin ákvað að kanna hvort einhver á vaktinni kynni að gera svæðisdeyfingu inní leggöng, til að reyna lina verkinn og viti menn það var ein á vaktinni sem kunni það. Mér leist ekkert allt of vel á að láta stinga mig með nálum þarna niðri, en ef það myndi hjálpa verknum þá væri það ok. Ég fékk þessa deyfingu hún sló á verkinn í svona 5-10 mín. Þannig það var frekar mikill bömmer. Rembingurinn hélt áfram enn og aftur þá var allt mitt tímaskyn farið út um gluggann og ég geri mér enga grein fyrir því hversu langann tíma þetta tók, en þetta tók alveg sinn tíma, það var ákveðið að gefa mér dripp til að fá kröftugri hríðar og eftir það fór að ganga aðeins betur. Þetta virtist endalaust , ég var bara komin í eitthvað zone ég var eiginlega ekki alveg tengd við raunveruleikann ég lét Eirík og ljósmóðurina vita í hvert skipti sem ég var að byrja og bað Eirík einstaka sinnum um vatn á milli en annars var ég bara í einhverju zóni ég tjúnaði allt út og reyndi eins og ég gat að koma barninu út. Svo allt í einu var þvottapokinn sem ég var með fyrir andlitinu rifinn í burt og ljósmóðirin sagði:”Sjáðu!” og ég leit niður og þarna kom barn! Og allt í einu var hún komin í fangið á mér. Hún grét og grét, ég var svo ánægð þetta var búið hún var loksins komin! Loksins. Eiríkur klippti naflastrenginn og svo fékk hann að hana í fangið, hún grét enn og grét. Ljósan sagði svo við mig:” Nú kemur fylgjan” ég fann smá óþægindi og undirbjó mig fyrir eitthvað sárt en nei blúbb… hún lak bara út hehe. Litla músin okkar var farin að róast í fanginu á Eiríki og á meðan ljósan saumaði saman þessar skrámur sem ég fékk í fæðingunni dáðist ég að fjölskyldunni minni sem sat hinumegin í herberginu. Þetta var búið ég gat þetta.

Allt er gott sem endar vel…

Þegar var búið að sauma mig og allt var komið í ró, kom ljósmóðirin til mín og baðst afsökunar á því hvernig þetta hefði allt saman farið, það hafði verið brjálað að gera á fæðingadeildinni þennann dag og ég hvað eiginlega bara háfpartinn “gleymst”.  Ég sá ekki ástæðu til að vera með vesen eða leiðindi, það fór bara eins og fór og ekkert við því að gera eftir á það hafði heldur ekkert uppá sig að vera svekkja sig eða pirrast á þessu. Hún hjálpaði mér að koma barninu mínu í heiminn og sama hvernig aðdragandinn var þá verð ég henni alltaf þakklát fyrir það. Þetta var erfitt, mjög erfitt, og ég hugsaði oft á meðan mér leið sem verst að þetta myndi ég aldrei gera aftur. En ég var búin að skipta aftur um skoðun á degi 2 með litlu músinni okkar. Hún er fullkomin, æðisleg og mér þykir svo vænt um hana hún var alveg erfiðisins virði ég væri alveg til í að gera þetta allt aftur ef verðlaunin eru svona dásamleg! Eftir fæðinguna þurfum við að dvelja á spítalanum í 3 sólarhinga, litla músin var ekki nógu dugleg að borða og fékk guluna. Það var mjög erfitt þessa fyrstu daga, litla þrjóska daman vildi ekki brjóstið þannig að það varð að koma mjólk í hana með öðrum aðferðum. Ég varð mjög leið, mig langaði svo mikið að komast heim til okkar með litla krílið. En maður er ekki beðin um að vera lengur nema sé ástæða til og við þurftum að gera þetta fyrir litla krílið okkar. Ég er þakklát fyrir allar frábæru ljósmæðurnar semstarfa á LSH, við þurftum mikla aðstoð fyrstu dagana okkar og þessar frábæru konur hjálpuðu okkur svo mikið og hugsuðu vel um okkur.

Takk!Eiríksdóttir_20150501_7868bw

0

Allt í plati

Jæja hér hefur ekkert verið skrifað í allt of langann tíma, en í dag breytist það kanksi ekki til frambúðar en æi dag kemur loksins færsla svona alvöru óléttu færsla.

Á morgun er settur dagur, 29. apríl, vika 40 af óléttu…. 40 vikur er langur tími… tími sem líður á köflum ótrúlega hratt…og svo líka ótrúlega hægt…síðustu dagar eru búinr að líða frekar hægt!

Ég átti alveg von á því að dagarnir gætu farið að líða hægar eftir að ég hætti að vinna eftir páska, en það gerðist einhvernveginn ekki, þökk sé svefnvandamálum á næturna fór alltaf hluti af dögunum í að vinna upp nætursvefninn því það er nokkuð mikilvægt að vera úthvíldur EF eitthvað skildi nú byrja að ské. Svo var ég alltaf með svona mini mission yfir daginn einhver lítil og létt verkefni sem ég reyndi að klára 1 dag í einu sem var hið besta mál.

Svo var enda dagsetningin fain að nálgast og spennan að sjálfsögu í hámarki og við getum ekki beðið eftir að litla mæti loksins. Þá hefst fjörið…á laugardagskvöldið þegar ég er að fara sofa er ég með svona nokkuð milda verki í grindinni og bakinu, sem var svosem ekkert athugunarvert ég hafði alveg oft fengið svoleiðis áður og svo er daman búin að skorða sig þannig að það var nú ekkert óeðlilegt ða væri smá þrýstingur á þessu svæði. Ég vakna svo á sunnudagsmorgun og er enn með verki, en þetta voru öðruvísi verkir, mér fanst það svoldið spennandi kanksi var eitthvað að fara gerast! 😀 Ég ákvað að vera ekkert að æsa mig of mikið, en ég fór að fykgjast með þessu og taka tímann á milli og svona. Ákvað líka að skjóta inn svona auka lúr svona just in case ef allt væri að fara af stað.

Ég var svo viss um að nú væri sko komið að þessu og var orðin geðveikt spennt, slímtappinn var byrjaður að koma og alles, förum ekki nánar útí þann viðbjóð hér, en já allt virtist vera að gerast. Svo róaðist allt einhvernveginn og ekki mikið gekk á yfir daginn, við fórum að versla því það er víst gott að hreyfa sig til að koma þessu af stað…en viti menn það hafði bara öfug áhrif …við búðarröltið hættu verkirnir bara. 😦

Smá svekk, en mér til mikillar gleði þá byrjuðu þeir aftur um 18 leytið og var þetta allt nokkuð reglulegt 8-10 mín á milli, og allt að ské! Við vorum samt ekki í neinu stressi og kíktum í mat til mömmu og svona og þetta héllt svona áfram allann tíman nokkuð reglulegt 8-10 mín á milli.  Svo fórum við bara heim og ég héllt áfram að fylgjast með þessu, hrindi meiraðsegja nirá deild til að spyrja nokkura spurninga og svona og þar sem það var ennþá svona langt á milli ákvað ég að reyna að sofa eitthvað svona til að vera reddý í átökin, en það er talað um að koma niðureftir þegar eru 5 mín eða minna á milli. Allt í góðu og ég leggst í rúmið og reyni að sofa sem gengur bara nokkuð vel þrátt fyrir verki. Svo vakna ég daginn eftir og jú jú enn voru verkir en þeir voru bara út og suður, stundum var langt á milli og stundum stutt svo bara hættu þeir alveg! Úff hvað það var mikið svekk, ég átti tíma hjá ljósunni minni kl. 11 og hún skoðaði mig og allt var í góðu og þetta voru svona æfingaverkir eða fyrirvaraverkir sem er víst ágætt bara svosem en ég vildi fá alvöru!

Svo heldur mánudagurinn áfram allt með kyrrum kjurum þar til rúmlega 17, þá fer allt í gang aftur…en ég var sko ákveðin að láta ekki plata mig aftur og var ekki að gera mér neitt allt of mikklar væntingar um að það kæmi eitthvað meira en sársauki útúr þessu enda var engin regla á þessu og verkirnir bara út og suður á einhvejrum og einhverjum tíma. Aftur héllt þetta áfram alla nóttina sem gerði svefninn erfiðann þar sem þetta voru töluvert verri verkir en kvöldið áður en ég komst í gegn um nóttina ágætlega úthvíld þar sem það var svo langt á milli verkja að ég náði yfirleitt góðum lúrum á milli. Svo héllt þetta aðeins áfram um morguninn en truflaði þó ekki mið morguns lúrinn mikið vaknaði tvisvar á 2 klst með verki en svaf annars bara. Svo eins og áður þá hætti þetta bara yfir daginn. 😦 Bömmer

Nú er svo komið kvöld, og viti menn þetta byrjaði aftur! Á svipuðum tíma og hin kvökdin tvö, úff…ég höndla ekki aðra svona plat nótt….nú má eitthvað vera að gerast.

 

0

Óléttublogg…

Hæ hó ég er ólétt og er ekkert búin að blogga um það….eða blogga yfir höfuð en það er aukaatriði. 😉

16 vikan hefst núna á miðvikudaginn og svona fyrir þá sem ekki telja allt í vikum þá eru það 4 mánuðir. Þetta eru ekki búnir að vera neitt voðalega erfiðir 4 mánuðir engin morgunógleði eða neitt æluvesen. Bara þreyta…og mér leiðist nú ekki að fá mér miðdegislúra þannig að það er nú ekki svo slæmt að „þurfa“ þess. 😉 Ég samt án gríns trúði því ekki að ég væri ólétt þarna fyrst þó að ég hafi pissað á 4 prik og alltaf koma saman niðurstaðan…ég héllt bara að maður ætti að finna meira fyrir þessu. Það var ekki fyrr en við fórum í 1 sónarinn að ég fór að trúa þessu, þegar ég sá þetta með egin augum hoppandi inní mér þarna á skjánum á spítalanum. Það var mjög furðulegt alveg upp að þeim tímapunkti var ég búin að búast við að hún myndi ekkert finna þarna og þetta væri allt bara eitthvað djók. En svo var víst ekki. Það koma samt ennþá dagar þar sem ég …tja…ég trúi því alveg að ég sé ólétt ég er búin að sjá sónar mynd af barninu og fékk að hlusta á hjartsláttinn bara núna í seinustu viku EN stundum bara gleymi ég því einhvernveginn inná milli. Þetta er neflilega mjög furðulegt…það er einhver geimveru grallari þarna inni. 😮 …og það er meiraðsegja komin smá bumba, hún birtist bara allt í einu! Ég var að klæða mig í náttföt og fara að sofa einhvertíma í seinustu viku og stoppa svo og kíki í spegilinn…… fer svo fram og segi; „Eiríkur ég er komin með bumbu!“…og hann svarar; „Já ég veit“…..hahahaha…afhverju var enginn búinn að segja mér þetta?  😉 Ég get samt ekki beðið eftir að hún verði stærri, ég á örugglega ekki eftir að hugsa havð það er frábært þegar hún er orðin svona stór því hún á eftir að þvælast fyrir mér EN akkurat núna þá get ég ekki beðið eftir að hún verði stærri. 🙂 Það er ekkert voða gaman að vera í svona millibils ástandi svona þar sem er meira eins og maður sé bara feitur ekki óléttur. :/ Svo eru náttúrulega öll fötin mín að minka og allir bolir að styttast með hverjum deginum en sem betur fer á ég nokrar blobb buxur sem bjarga deginum. 🙂

Jæja nóg úr undirheimum óléttunnar, ég ætla að reyna að fara verða svoldið duglegri að setja eitthvað hérna inn, ég sé fyrir mér að það verði gaman að lesa svona gamlar óléttu hugleiðingar í seinna þannig ég ætla að reyna setja inn fleiri svoleiðis líka 😉

….og svo náttúrulega eitthvað jóla shit til að prenta að sjálfsögðu 😉

P.s. Set kanksi inn eitt krúttlegt afmæliskort sem ér bjó til í október inná síðuna á eftir 🙂

 

Bæj!

0

Ný árstíð ný krísa….

…nei annars það er svosem engin sérstök yfirstandandi krísa, bara svona þessi venjulega; „hvaðáégaðgeraviðlífmittkrýsa“ en ég held að líf mitt sé bara ein stór tilvistakreppa með hléum á milli því ég virðist alltaf enda í einhverju svona veseni, það er svo erfitt að vera svona óálveðin. :/

Hef annars ekki mikið að deila með almúganum núna en ég ætla að reyna að fara vera dugleg að blogga eitthvað það er svo góð þerepía. 🙂

Túddúlú

0

Am I alone?

So this is a litle test, becuse I’ve noticed that most of the visitors on this site do not understand Icelantic…so I was thinking of maybe switching over to english…but it depends on…. well you.

My blogs are mostly about silly evryday stuff and thoughts and comment’s about things that happen…so baisicly just a regular blog, but the thing is…would anyone read them??? I know only a hadful of Icelanders read my blog and they tend to keep quiet and I get no feedback from them. So I was thinking what if i started writing in english would I get more feedback if more people could understand the tings I write about? 

….Why do people visit this site aniway?….is it for the fake tatto tutorial post alone or do you find other stuff interesting here to? 

So…yeah…I’m thinking about starting over…..In english perhaps….