0

Einmitt

jamm og jæja, nágranninn tók vatnið af stigaganginum án þess að láta vita…ég var á fullu að vesenast í eldhúsinu og bæði með uppþvottavél og þvottavél í gangi…. takk.

Þannig að ég sit hérna vatnslaus og bíð eftir að geta haldið áfram með húsverka skammt dagsins, heppin voruð þið því nú kemur örblogg!

Það er svosem ekki mikið að frétta, nema kanksi það að ég er með aðeins of mikið af hlutum til að hugsa um, ég var svo heppin að fá styrk fyrir tveim verkefnum frá Hinu húsinu en er búin að vera endalaus lengi að koma mér af stað í að framkvæma enda var ég upptekin við að taka að mér allar flensur ársins fékk kinnholusýkingu og svo strepptókokka…dásamlegt alveg. En núna hafa sýklalyfin loks klárast og lífið heldur áfram og þá er nú eins gott að fara að gera eitthvað ég á bara eitthvað svo erfitt með að setjast niður og byrja að skipuleggja. Ég tók samt fyrsta skrefið um hegina og fór í smá vettfangs leiðangur og er nú komin með aðeins mótaðri hugmynd fyririr annað verkefnið. Sem er gott. 🙂

En já svo er náttúrulega brúðkaups undirbúningurinn sem er nú ekkert svo stressandi…ennþá…hann verður það vonandi bara ekkert…en mitt hellsta vandamál er kjóllinn. Ég er algjörlega á móti því að gifta mig í einhverjum skjannahvítum rjómabollu prinseeukjól…en það virðist vera það eins sem er íð boði sem er svona tilbúið handa manni útí næstu búð. Ég er búin að surfa um internetið í leit að fullkomnun en finn ekkert sem ég þori að panta mér hingað. Ég er búin að finna fullkomið snið og það lítur allt út fyrir að ég þurfi að láta sauma á mig kjól ef ég vil fá nákvæmlega það sem ég er með í huga…en þá vandast málin ennþá meira…þetta eru allt of mikil völd…velja litþþþvelja efni…hverstu síður á hann að vera? Holy crap!…það er annað sem ég á líka erfitt með að fá sjálfa mig til að framkvæma….ég er eiginlega bara að bíða og vona að kjóllinn komi bara til mín. EN ég held ég geti sagt það með vissu að hann er ekki að fara gera það….

 

Jæja vatnið er komið á aftur 😀

Bæ í bili!

Auglýsingar
0

Ég sakna….

Colleen tveggja hliða trélitiana sem voru til alstaðar þegar ég var lítil… :/

0

Long time no blog….

Jæja fréttir úr kvartlífskrísunni…

Ég er byrjuð að vinna aftur…aftur komin á leikskóla. Það er svoldið fyndið að eftir allt þetta endalausa vesen hafi ég endað aftur á leikskóla. Manni líður svoldið eins og þessi skólaganga og allar þessar útskriftir hafi verið fyrir ekkert. :/

En ég hef ákveðið að vera ekki svo svartsýn í þetta skipið þetta var eitthvað sem mig langaði að klára og ég gerði það allavegana eins og ég gat. Það var bara kominn sá timapunktur að ég gat ekki lengur verið vandlát á vinnur og ég höndlaði ekki að vera bótaþegi þannig að ég sótti bara um allt sem ég sá og komst í vinnu á leikskóla. Er búin að vera þar í mánuð núna….fagna reyndar mánaðar afmælinu með kinnholusýkingu er s.s. í þessum skrifuðu orðum veik heima dagur 5 í veikindum og ég er að verða geðveik…en tæknilega séð dagur 8 vegna þess að þetta byrjaði allt á þriðjudaginn í síðustu viku en ég þrjóskaðist við og japplaði á íbúfeni til að komast í gegn um vikuna…sem ég held að hafi alveg gert ill verra  ég fékk ekki að fresta þessu. 😦 Þannig að já hér er ég búin að vera veik heima í 5 daga framleiðandi geiskavirkt hor og búin að horfa á allar þær gelgjumyndir sem ég get höndlað. Þetta er ömurlegt ég hef ekki verið svona veik síðan ég man ekki alveg hvenær örugglega ekki síðan 2010, þannig það hlaut að koma að þessu ég geri greinilega ekkert í hálkæringi ég tek svona alla leið. :/

En nóg um það, það er fínt að vera komin í vinnu aftur, þaðvar alveg erfitt fyrst eftir margar vikur af aðgerðarleysi en þetta komst fljótt uppí vana. 🙂 Þetta getur verið erfið vinna og reynt á þolinmæðina en samt svo skemmtileg líka og ekki skemmir að samstarfsfólkið er indælt líka.

Ég tek samt eftir því að það virðast vera þessar sömu grunn týpur sem kjósa leikskólastörf og stend ég mig oft að því að bera saman nýju samstarfsfélagana og þá gömlu…eða kanksi ekki bera saman meira svona sjá svipaða eiginleika í fari þeirra sem minna mig á Holtaborgar tímann. 🙂 Sem er bara fínt.

Þannig já það er alveg ágætis afnvægi í lífskreppunni núna, fékk meiraðsegja tvo styrki til að framkvæma verkefni þannig ég fæ líka að vera svoldið arty fartí.

Jæja ég ætla að segja þetta gott í bili. Þarf að vera duglegri að skrifa hér…