0

Sunday bloody Sunday….

Jæja smá uppdate, comfort zone-lega séð  og ég verð að segja að það er bara ágætt að fara út úr comfort zone-inu. Mikið ævintýra crazyness, ég er ekki mkill að dáandi þess að keyra úti á þjóðvegi, og finst það frekar scary sérstaklega eftir að ég sá myndina Duel. En það er bara ekkert svo slæmt, ef það er lítil umferð það er að segja…veit ekki hvernig mér þærri að keyra í mikilli umferð með oþolinmóða ökuníðinga í rassgatinu á litlu Corollunni minni eða að lenda á eftir einhverjum gömlum karli með hatt og neyðast til að taka framm úr…sem mér finnst vera terrifying hugsun að þurfa að gera….frammút akstur er scary fyrir litlar Önnur. :/

En ég verð að segja að ævintýrið mitt út fyrir comfort zone-ið borgaði sig alveg……og ég er viss um að nú fer allt að smella saman og kanksi sér br´ðum fyrir endann á þessari tilvistakreppu. En ég tek þetta með fyrrivara, ég er búin að sofa svo lítið seinustu 4 daga að ég gæti bara verið í ruglinu……svefndrukkin og rugluð…með heila sem man ekki neitt og augu sem eru þurr og baugótt….sexehh…Vona bara að ég geti keyrt aftur í bæinn seinnipartinn án þess að keyra á geit.

Mánudeginum verður klárlega eytt í svefn.

Do not disturb.

mmmm…..sofa….

Auglýsingar
0

Out of the comfort zone…..

Þeir sem þekkja mig vita að ég er mikl félagsvera, haha nei bíddu það er ekki satt! Ekki misskilja mig mér líkar ágætlega við fólk en það eru samskipti við nýtt fólk sem vefjast stundum fyrir mér ég á erfitt með svona innantómt spjall við „ókunnuga“ og því meira sem ég reyni að gera svoleiðis aðstæður bærilegri því verri verða þær. En á endanum verður oftast allt í lagi og ég kynnist kanski þessari ókunnugu mannesku aðeins og get farið að haga mér eins og manneskja en ekki mállaus api. En þetta vefst samt alltaf fyrri mér, það er t.d. mjög tricky að byrja á nýjum vinnustað ég er 90% viss um að ég er skrýtna stelpan svona fyrstu 3 mánuðina á nýjum vinnustað. Kanksi…..kanksi ekki hver veit. En í þessum aðstæðum dettur mér aldrei neitt í hug til að segja og allt sem maður getur talað um man ég þegar ég er komin úr þessum aðstæðum. Svo er VERST AF ÖLLU þegar hin manneskjan er í alvörunni góð í svona aðstæðum og gerir heiðarlega tiraun til þess að koma í gang einhverri umræðu með því að spyrja mig spurninga sem ég svara EN það sem ég fatta nánast aldrei er að spyrja einhverja spurninga til baka! Helvítis fokking heili….. það er eins og að hann viti ekki hvernig samtal virkar….Þannig að já….það lítur líklega þannig út að ég hafi engann áhuga á að tala við þessa manneskju! …Sem er oftast ekki satt. 😦

En andskotinn hafi það ég er svo mikið að fara út úr comfort zone-inu mínu um helgina að það er ekki eðlilegt! Ég er s.s. að fara að „vinna“(án launa) útí sveit, er að fara farða fyrir eitt stykki stuttmynd hjá nemanda í Kvikmyndaskólanum og það verður gist eina nótt. Sem fyrir venjulegt fólk er allt í lagi en fyrir Önnu er það brjálæði! Nr.1 ég er að fara eyða helginni með bunch af svona „ókunnugu“ fólki og nr. 2 ég þarf að sofa á nýjum stað. Já, ég hata að sofa á nýjum stöðum ég á mjög erfitt með svefn í þannig aðstæðum, þannig að líklega verður ekki mikið sofið. Ég gisti sem betur fer bara 1 nótt í staðinn fyrir 2…. fjúff. En já þetta er alveg svaðalega mikið út fyrir mitt comfort zone….enn ræfillinn ég gerði mér þetta bærilegra með því að redda mér gistingu á kunniglegri stað. Þetta verður fínt…

En afhvejru er ég að þessu? – Til að fara út fyrir comfort zone-ið aðalega, eins og titill bloggsins gefur til kynna þá er ég í smá svona lífs krísu, smá svona tilvistakreppu…þannig að ég *dæs*…….er að prófa nýja hluti.