0

Atvinnuleysið er frelsið?

NEI!

Að vera atvinnulaus er ömurlegt!

Ég veit ekki hvort margir þarna úti hafa prófað það?? En samkvæmt hagstofunni var 6,8%  atvinnuleysi í mars 2013 sem er ekki það mikið enda eru ekki margar vinnur í boði fyrir þessi 6,8%  sem eftir eru. En að vera atvinnulaus hljómar rosa spennandi í kenningu…en raunveruleikinn er ekki þannig. Í fyrsta lagi þá er þetta náttulega ekki neitt neitt sem maður fær, ef maður er að koma úr námi eins og ég og svo má maður ekkert, þú mátt ekki fara úr landi yfir helgi, varla fara útúr bænum, þú mátt ekki sækja námskeið nema þessi námsekið sem þeir bjóða uppá nema fá leyfi og fylla út alskonar shit…og námsekiðin sem þeir bjóða uppá í augnablikinu eru 0, námskeiðin sem voru í boði fyrir 18-24 ára…og viti menn þar sem ég er á 25 aldurs ári þá get ég ekki tekið þátt. Það eina sem er í boði er starfleitarstofa á vegum VR og STARF sem er ekki val heldur skylda ….er svosem alveg gagnlegt námskeið þannig séð, farið yfir ferilskrá og alskonar dót. En þetta er mjög slappt… svo má heldur varla vera í sjálfboðastarfi nema að fylla út alskonar shit. Ég skil ekki afhverju þetta er svona flókið? Ættu þeir ekki frekar að reyna að virka þessi atvinnulausu grey, já ég er grey, koma þeim út á meðal fólks svo þau verið ekki alveg þroskaheft þegar þau komast útá vinnumarkaðinn aftur? Nýta fólk í sjálfboðastarf eitthvað! Bara eitthvað annað en að sitja heima við tölvuna, skoða atvinnuauglýsingar, sendandi tölvupósta um allann bæ og fæetta fréttablaðinu í örvæntingu….sem er baisicly það eina sem „má“ gera.

Mér leiðast svona flóka mál…einhverstaðar var krotað á vegg hérna fyri einhverjum árum ;“Atvinnuleysið er frelsið“….HELL NO! Mér hefur sjaldan fundist ég jafn heft….

Verst er að ég veit ekkert, ég veit ekki hvort að vinna leynist bara rétt handan við hornið eða ekki….kanski er vinnan bara útá götuhorni…en það er ólöglegt að vera vændiskona…;)

En já af því ég veit ekkert þá þori ég ekki annað en að vera á þessum bótum. Ég er samt að verða geðveik. Þetta er mánuður 5 og ég hef aldrei síðan ég byrjaði að vinna verið aðgerðarleus svona lengi…ég hef aldrei verið án vinnu eða skóla í meira en mánuð…sjittí fokk.

Mér líður eins og vanhæfum, misheppnuðum fullorðun einstaklingi…

Svo verður maður svo snarbilaður í höfðunu, allir dagar renna saman í eitt dagar verða að vikum og vikur að mánuðum og allt bara hverfur…maður gleymir öllu því maður veit ekki hvaða dagur það er. Svo fer maður í panikk, og hugsar…en hvað ég ég finn ekki vinnu? Hvað ef þetta verður svona árum saman?…WTF??…

Svo annað….hvenrig í andskotanum á ég að leita mér að vinnu ef ég veit ekki einu sinni alveg nákvæmlega hvað ég vil? Hversu hreinskilin á maður að vera í atvinnu umsóknum? Ég efast um að nokkur manneskja myndi ráða mig ef kæmi fram í umsókninni að ég væri ekki viss um hvort ég væri að leta að framtíðarstarfi, hlutastarfi eða sumarstarfi….mig vantar einhverja ákveðnu stefnu! – Er samt svona ….semí komin með stefnu…svona semí stefnu – Sækja um á Bifröst, krossa fingur og fá vonandi hlutastarf? EN ef ég kemst ekki inná Bifröst? Hvað ef mér býðst skyndilega tækifæri til þess að taka námssamninginn minn í ljósmyndun??? Það er allt í tómu tjóni…svo margar spurningar..en þegar stórt er spurt þá er fátt um svör….

Helvítis fokking fokk…

Getur ekki bara einhver sagt mér hvað ég á að gera….

Auglýsingar
0

Out of the comfort zone…..

Þeir sem þekkja mig vita að ég er mikl félagsvera, haha nei bíddu það er ekki satt! Ekki misskilja mig mér líkar ágætlega við fólk en það eru samskipti við nýtt fólk sem vefjast stundum fyrir mér ég á erfitt með svona innantómt spjall við „ókunnuga“ og því meira sem ég reyni að gera svoleiðis aðstæður bærilegri því verri verða þær. En á endanum verður oftast allt í lagi og ég kynnist kanski þessari ókunnugu mannesku aðeins og get farið að haga mér eins og manneskja en ekki mállaus api. En þetta vefst samt alltaf fyrri mér, það er t.d. mjög tricky að byrja á nýjum vinnustað ég er 90% viss um að ég er skrýtna stelpan svona fyrstu 3 mánuðina á nýjum vinnustað. Kanksi…..kanksi ekki hver veit. En í þessum aðstæðum dettur mér aldrei neitt í hug til að segja og allt sem maður getur talað um man ég þegar ég er komin úr þessum aðstæðum. Svo er VERST AF ÖLLU þegar hin manneskjan er í alvörunni góð í svona aðstæðum og gerir heiðarlega tiraun til þess að koma í gang einhverri umræðu með því að spyrja mig spurninga sem ég svara EN það sem ég fatta nánast aldrei er að spyrja einhverja spurninga til baka! Helvítis fokking heili….. það er eins og að hann viti ekki hvernig samtal virkar….Þannig að já….það lítur líklega þannig út að ég hafi engann áhuga á að tala við þessa manneskju! …Sem er oftast ekki satt. 😦

En andskotinn hafi það ég er svo mikið að fara út úr comfort zone-inu mínu um helgina að það er ekki eðlilegt! Ég er s.s. að fara að „vinna“(án launa) útí sveit, er að fara farða fyrir eitt stykki stuttmynd hjá nemanda í Kvikmyndaskólanum og það verður gist eina nótt. Sem fyrir venjulegt fólk er allt í lagi en fyrir Önnu er það brjálæði! Nr.1 ég er að fara eyða helginni með bunch af svona „ókunnugu“ fólki og nr. 2 ég þarf að sofa á nýjum stað. Já, ég hata að sofa á nýjum stöðum ég á mjög erfitt með svefn í þannig aðstæðum, þannig að líklega verður ekki mikið sofið. Ég gisti sem betur fer bara 1 nótt í staðinn fyrir 2…. fjúff. En já þetta er alveg svaðalega mikið út fyrir mitt comfort zone….enn ræfillinn ég gerði mér þetta bærilegra með því að redda mér gistingu á kunniglegri stað. Þetta verður fínt…

En afhvejru er ég að þessu? – Til að fara út fyrir comfort zone-ið aðalega, eins og titill bloggsins gefur til kynna þá er ég í smá svona lífs krísu, smá svona tilvistakreppu…þannig að ég *dæs*…….er að prófa nýja hluti.