0

Hrísmjölssúpa

Ég fós í smá tímaflakk á veraldarvefnum svona af því að ég er í letikasti og er bara búin að hanga í tölvunni þetta eftirmiðdegi og á ferðalegi mínu aftur í tímann fletti ég uppá alveg hunsgamalli bloggsíðu alveg 10 ára gömul síða og það var erfitt en ég ákvað að vellja eina gamla fræslu og deila með ykkur, því það er náttúrulega bara endaluast fyndið að lesa eitthvað svona sem maður skrifaði á hápunkti gelgjunnar…ég var að vinna í borðsal Hrafnistu á þessum tíma og þið munuð sjá afhverju það þarf að koma fram þegar þið hefjið lesturinn. 😉

 

Færslan er síðan 19. október 2004 – 20:21 og heitir Ojjj:

Ojjj…ojjj….ojjjjj…!

ég var í vinnunni áðann…mikið rétt…og ojjjjjjj! ég fékk hrísmjölssúpu í hárið á mér :'(…. ojjj…….!…
…tíbískt ég…..ég kemmst aldrey „slysalaust“ frá vinnunni…ef ég helli ekki niður þa´missi ég hnífapör…og ef ég missi ekki hnífapör…þá fæ ég hrísmjölssúpu í hárið….
…þetta er erfitt starf…en einhver verður að vinna það….
..neih nei h þetta er fínnt…og ég var í óvenju góðu skpi í vinnunni í dag þrátt fyrir ógeðslegann höfuð verk…. já ég er nokkuð stollt…þetta var fín vakt…. og svo er ég ekki að vinna á föstudaginn svo þetta er bara alveg svaka skemmtileg vika! :)…..ég elska að vera í fríi á föstu dögum….mmmmh!

…ennn…nóg um það …ég er nú ekki búin að athuga hver getnaðarlega talan í gestabókinni er…en seinast þegar ég tékkaði var hún ekki eins æsandi og seinast nei…hún var bara 136…uss uss…ég sé bara ekkert flott við þessa tölu uss uss uss…þetta er alls ekki nógu gott….en ég hlakka til þegar kemur 137…það er sko töff tala..eða 139!…en ég hlakka sammt mest til þegar talan 141 kemur…því hún er alveg einstaklega flott!……


…hehe þið eruð örugglega að hugsa „hvað er að þessari stelpu? Hvað er þetta með hana og tölur?“…og því er auð svarað……tölur eru yfirleitt frekar leiðinlegar…og ekkert gaman að horfa á þær…hvað þá að reikna úr þeim dæmi!…svo ég er bara færa líf inní heim talnanna… og sýna ykkur hvaða tölur er gaman að horfa á…..

..neih vá þetta er komið útí vitleysu hjá mér :S
(…úff þessi höfuðverkur er að stíga mér til höfuðs (HAHA..stíga til höfuðs….haha..hvað þýðir það annars..hafið þið pælt í þessu…“að stíga til höfuðs“…hmm…vó þetta er orðinn OF langur svigi inní sviga!…:S…þessi pæling bíður betri tíma…!)) verð að hætta þessu !

Auglýsingar
0

ATH endursýning…..

jæja langt síðan síðast…gleðilegt ár…

Ég get ekki sagt að það hafi orðið mikklar framfari hérna megin :/

Líður einhverjum einhvertíma eins og hann séð að endursýna egið líf? Mér líður allavega þannig nú er komið árið 2014 og hvar erum við stödd (a.k.a. ég) á nákvæmlega sama stað og fyrir ári síðan. Hætt í skólanum og atvinnulaus. Skelfilegur staður til að vera á en hingað erum við komin. Hvað er næsta skref? Hvernig er hægt að vera svona rosalega týndur í lífinu?

Stundum held ég að það sé eitthvað að mér þetta á ekki að ver svona erfitt er það?…. Fólk allt í kring klárar alskonar nám og fer að vinna…. afhverju vita þau hvað þeim er ætlað? Fengu þau eitthvað í vöggugjöf sem mig skortir? Hvað er málið??? Er ég að pæla of mikið í þessu?

Ég veit ekkert ég er bara venjuleg manneskja, með venjulega kunnáttu í ýmsu ekki afburða góð í neinu sérstöku, svo ég viti til, og ég bara bíð eftir þessu „aha“ mómenti….mómentinu þar sem þetta allt skýrist og ég finn mína hillu, mómentinu þar sem ég finn ástæðuna fyrir því að ég er hingað komin…mómentið sem kemur aldrei…

….Ég komst allavega að því að þessi „venjulega“ leið var ekki fyrir mig, menntaskóli, háskóli…..vinna… Mér hundleiðist bóknám það var það eina sem ég komst að á þessu ári. Ég fór til London og það urðu einhver umskipti, á þessum örfáu dögum sem ég var þar komst ég að því að mig langaði ekki að gera það sem ég var að gera…mig langaði bara að gera eitthvað allt annað, hvað það ar vissi ég ekki….og veit ég ekki.

Mig langar bara að gera það sem ég vil þegar ég vil….ef það útskýrir eitthvað…

…Á meðan atvinnulífið og framtíðin á því sviði er eitthvað…ehhhm…óráðin blómstrar annað.. ..trúlofun í águst 2013 og brúðkaup í vændum 2014, kanski er bara hægt að öðlast velgengni á einu sviði í lífinu….