0

Atvinnuleysið er frelsið?

NEI!

Að vera atvinnulaus er ömurlegt!

Ég veit ekki hvort margir þarna úti hafa prófað það?? En samkvæmt hagstofunni var 6,8%  atvinnuleysi í mars 2013 sem er ekki það mikið enda eru ekki margar vinnur í boði fyrir þessi 6,8%  sem eftir eru. En að vera atvinnulaus hljómar rosa spennandi í kenningu…en raunveruleikinn er ekki þannig. Í fyrsta lagi þá er þetta náttulega ekki neitt neitt sem maður fær, ef maður er að koma úr námi eins og ég og svo má maður ekkert, þú mátt ekki fara úr landi yfir helgi, varla fara útúr bænum, þú mátt ekki sækja námskeið nema þessi námsekið sem þeir bjóða uppá nema fá leyfi og fylla út alskonar shit…og námsekiðin sem þeir bjóða uppá í augnablikinu eru 0, námskeiðin sem voru í boði fyrir 18-24 ára…og viti menn þar sem ég er á 25 aldurs ári þá get ég ekki tekið þátt. Það eina sem er í boði er starfleitarstofa á vegum VR og STARF sem er ekki val heldur skylda ….er svosem alveg gagnlegt námskeið þannig séð, farið yfir ferilskrá og alskonar dót. En þetta er mjög slappt… svo má heldur varla vera í sjálfboðastarfi nema að fylla út alskonar shit. Ég skil ekki afhverju þetta er svona flókið? Ættu þeir ekki frekar að reyna að virka þessi atvinnulausu grey, já ég er grey, koma þeim út á meðal fólks svo þau verið ekki alveg þroskaheft þegar þau komast útá vinnumarkaðinn aftur? Nýta fólk í sjálfboðastarf eitthvað! Bara eitthvað annað en að sitja heima við tölvuna, skoða atvinnuauglýsingar, sendandi tölvupósta um allann bæ og fæetta fréttablaðinu í örvæntingu….sem er baisicly það eina sem „má“ gera.

Mér leiðast svona flóka mál…einhverstaðar var krotað á vegg hérna fyri einhverjum árum ;“Atvinnuleysið er frelsið“….HELL NO! Mér hefur sjaldan fundist ég jafn heft….

Verst er að ég veit ekkert, ég veit ekki hvort að vinna leynist bara rétt handan við hornið eða ekki….kanski er vinnan bara útá götuhorni…en það er ólöglegt að vera vændiskona…;)

En já af því ég veit ekkert þá þori ég ekki annað en að vera á þessum bótum. Ég er samt að verða geðveik. Þetta er mánuður 5 og ég hef aldrei síðan ég byrjaði að vinna verið aðgerðarleus svona lengi…ég hef aldrei verið án vinnu eða skóla í meira en mánuð…sjittí fokk.

Mér líður eins og vanhæfum, misheppnuðum fullorðun einstaklingi…

Svo verður maður svo snarbilaður í höfðunu, allir dagar renna saman í eitt dagar verða að vikum og vikur að mánuðum og allt bara hverfur…maður gleymir öllu því maður veit ekki hvaða dagur það er. Svo fer maður í panikk, og hugsar…en hvað ég ég finn ekki vinnu? Hvað ef þetta verður svona árum saman?…WTF??…

Svo annað….hvenrig í andskotanum á ég að leita mér að vinnu ef ég veit ekki einu sinni alveg nákvæmlega hvað ég vil? Hversu hreinskilin á maður að vera í atvinnu umsóknum? Ég efast um að nokkur manneskja myndi ráða mig ef kæmi fram í umsókninni að ég væri ekki viss um hvort ég væri að leta að framtíðarstarfi, hlutastarfi eða sumarstarfi….mig vantar einhverja ákveðnu stefnu! – Er samt svona ….semí komin með stefnu…svona semí stefnu – Sækja um á Bifröst, krossa fingur og fá vonandi hlutastarf? EN ef ég kemst ekki inná Bifröst? Hvað ef mér býðst skyndilega tækifæri til þess að taka námssamninginn minn í ljósmyndun??? Það er allt í tómu tjóni…svo margar spurningar..en þegar stórt er spurt þá er fátt um svör….

Helvítis fokking fokk…

Getur ekki bara einhver sagt mér hvað ég á að gera….

Auglýsingar
0

Fólk sem hefur enga stjórn á tilfiningum sínum…..

Ég var stödd í Hagkaup núna síðastliðinn laugardag, rúm vika í mánaðarmót og hjá sumum er það skelfilegur tími og krónurnar á debetkortinu af skornum skamti kanksi. Hver kannast ekki við að leita um alla íbúð að smá klinki, snúa við sófapullum, hella úr verskinu sínu og róta í buxnavösum í leit að klinki til að kaupa sér núður í Bónus? Fullkomlega eðlilegt ástand.

En ekki allir ráða jafn vel við slíkar krísur og þá snúum við okkur aftur að Hagkaupsferðinni. Eins og við vitum þá er Hagkaup ekki ódýrasta búllan í bænum en stundum er gaman að fara þangað og skoða og stundum er líka til eitthvað þar sem fæst ekki í Bónus o.s.frv. Ég var þarna að versla eina 2L flösku af sódavatni á undan mér í röðinni voru hjón sem greinilega voru ekki í buddu krísu því þau voru með stútfulla kerru af alskonar gúmmelaði, fancy ass kjöti melónur og alskonar shit. Af útlitinu að dæma þá virtust þau vera fólk sem aldrei lendir í svona buddu krísu. Back to my pont, á undna þeim var maður, sá sem var verið að afgreiða þegar ég kem í röðina, hann virtist ósköp venjulegur í útliti þannig séð en svo kemur að því að greyið kassadrengurinn segjir manninum hvað það sem hann var að versla kostar. Maðurinn tekur upp seðla sem eru greinilega ekki nógu margir og þá fer hann að sturta klinki á borðið og byrjar að telja og svo heyrist „andskotinn ég er ekki með nóg!“. Á þessum tímapunkti er maðurinn búinn að setja allt sem hann var að versla í poka sem hann hafði laggt á gólfið á meðan hann var að vesenast með klinnkið. Maðurinn hrifsar uppúr pokanum pakka með fjórum hamborgurum og hendir þeim uppá afgreiðsluborðið og frussar svo út´ru sér trundulega „Ég ætla að skila þessu!“…og greyið kassadrengurinn sem er ekki alveg að átta sig á þessu öllu samann, því maðurinn virðist vera orðinn brjálaður í skapinu, segir;“ha?“  og maðurinn hreytir í hann; „Ég ætla að skila þessu ég er ekki með nóg!.“ Þá þarf kassadrengurinn að hringja í einhern sem er yfir til þess að geta tekið vöruna út úr kassanum og við hin í röðinni bíðum og maðurinn blótar tautar eitthvað og er greinilega orðinn frekar reiður. Svo liksins kemur annar starfsmaður og tekur vöruna út úr kassanum og reiði maðurinn borgar og týnir svo upp klinnkið sem var um allt afgreiðsluborð af mikilli nákvæmni, hrifsar svo pokann og strunsar reiður í burtu.

Ókei eitt eða jafnvel tvennt sem ég skil ekki: Ef reiði maðurinn var svona tæpur með peninga…afhvejru var hann þá að versla í Hagkaup? Þetta var í Smáralindinni og Bónus og Krónan eru þar í næsta nágerni, að vísu var búið að loka Bónus því klukkan var orðin rúmlega sex…en Krónan var enn opnin. Svo hitt sem ég skil ekki eru þessi svakalegu viðbrögð, það geta hugsanlega verið margar ástæður fyrir svona tilfininga sprengju, hann var kanksi para eitthvað tæpur í skapinu þennann daginn eða kanksi var þetta bara búinn að vera ömurlegur dagur og þetta ýtti honum framm af eða kankski er hann bara mjög reiður alltaf, sumir hafa bara enga stjórn á tilfiningum sínum. Hver veit, ég vorkenni samt kassadrengdnum, hann varð eitthvað svo skellkaður litla greyið.