0

Atvinnuleysið er frelsið?

NEI!

Að vera atvinnulaus er ömurlegt!

Ég veit ekki hvort margir þarna úti hafa prófað það?? En samkvæmt hagstofunni var 6,8%  atvinnuleysi í mars 2013 sem er ekki það mikið enda eru ekki margar vinnur í boði fyrir þessi 6,8%  sem eftir eru. En að vera atvinnulaus hljómar rosa spennandi í kenningu…en raunveruleikinn er ekki þannig. Í fyrsta lagi þá er þetta náttulega ekki neitt neitt sem maður fær, ef maður er að koma úr námi eins og ég og svo má maður ekkert, þú mátt ekki fara úr landi yfir helgi, varla fara útúr bænum, þú mátt ekki sækja námskeið nema þessi námsekið sem þeir bjóða uppá nema fá leyfi og fylla út alskonar shit…og námsekiðin sem þeir bjóða uppá í augnablikinu eru 0, námskeiðin sem voru í boði fyrir 18-24 ára…og viti menn þar sem ég er á 25 aldurs ári þá get ég ekki tekið þátt. Það eina sem er í boði er starfleitarstofa á vegum VR og STARF sem er ekki val heldur skylda ….er svosem alveg gagnlegt námskeið þannig séð, farið yfir ferilskrá og alskonar dót. En þetta er mjög slappt… svo má heldur varla vera í sjálfboðastarfi nema að fylla út alskonar shit. Ég skil ekki afhverju þetta er svona flókið? Ættu þeir ekki frekar að reyna að virka þessi atvinnulausu grey, já ég er grey, koma þeim út á meðal fólks svo þau verið ekki alveg þroskaheft þegar þau komast útá vinnumarkaðinn aftur? Nýta fólk í sjálfboðastarf eitthvað! Bara eitthvað annað en að sitja heima við tölvuna, skoða atvinnuauglýsingar, sendandi tölvupósta um allann bæ og fæetta fréttablaðinu í örvæntingu….sem er baisicly það eina sem „má“ gera.

Mér leiðast svona flóka mál…einhverstaðar var krotað á vegg hérna fyri einhverjum árum ;“Atvinnuleysið er frelsið“….HELL NO! Mér hefur sjaldan fundist ég jafn heft….

Verst er að ég veit ekkert, ég veit ekki hvort að vinna leynist bara rétt handan við hornið eða ekki….kanski er vinnan bara útá götuhorni…en það er ólöglegt að vera vændiskona…;)

En já af því ég veit ekkert þá þori ég ekki annað en að vera á þessum bótum. Ég er samt að verða geðveik. Þetta er mánuður 5 og ég hef aldrei síðan ég byrjaði að vinna verið aðgerðarleus svona lengi…ég hef aldrei verið án vinnu eða skóla í meira en mánuð…sjittí fokk.

Mér líður eins og vanhæfum, misheppnuðum fullorðun einstaklingi…

Svo verður maður svo snarbilaður í höfðunu, allir dagar renna saman í eitt dagar verða að vikum og vikur að mánuðum og allt bara hverfur…maður gleymir öllu því maður veit ekki hvaða dagur það er. Svo fer maður í panikk, og hugsar…en hvað ég ég finn ekki vinnu? Hvað ef þetta verður svona árum saman?…WTF??…

Svo annað….hvenrig í andskotanum á ég að leita mér að vinnu ef ég veit ekki einu sinni alveg nákvæmlega hvað ég vil? Hversu hreinskilin á maður að vera í atvinnu umsóknum? Ég efast um að nokkur manneskja myndi ráða mig ef kæmi fram í umsókninni að ég væri ekki viss um hvort ég væri að leta að framtíðarstarfi, hlutastarfi eða sumarstarfi….mig vantar einhverja ákveðnu stefnu! – Er samt svona ….semí komin með stefnu…svona semí stefnu – Sækja um á Bifröst, krossa fingur og fá vonandi hlutastarf? EN ef ég kemst ekki inná Bifröst? Hvað ef mér býðst skyndilega tækifæri til þess að taka námssamninginn minn í ljósmyndun??? Það er allt í tómu tjóni…svo margar spurningar..en þegar stórt er spurt þá er fátt um svör….

Helvítis fokking fokk…

Getur ekki bara einhver sagt mér hvað ég á að gera….

Auglýsingar
0

Anna og úrin

Ég minntist á úr í einhverri færslu hérna um daginn, þar sem ég sagðist ætla að segja ykkur söguna af mér og úrum síðar. Hér kermur það blogg.

Já þetta er frekar óspennandi….

Anyway’s… Ég á við vandamál að stríða, það virðist vera einhvernvegin gjörsamlega ómögulegt fyrir mig að ganga um með úr. Þetta er löng saga og á rætur sínar að rekja til barnæskunnar. Hljómar dramatískt I know. EN ég hef átt þónokkur úr og þau euga það öll sameiginlegt að vera ónothæf…þegar þau komast uppá hendina á mér. Alveg frá því að ég var krakki hef ég haft þann ótrúlega óhagstæða hævileika að ná að eyðileggja úr á furðunlegann og óútskýranlegann hátt…og þau úr sem ég hef ekki eyðileggt á nýjann og spennandi máta hafa skyndinlega hætt að ganga þrétt fyrir ða ekkert sé að rafhlöðunni í þeim. Eitt dæmi um það er úr sem ég fékk gefins þegar ég var 13 ára held ég alveg örugglega, voða venjulegt úr sme ég gat notað í enhverjar vikur…en svo allt í einu hættir úrið að ganga og ég hugsa ó dem it, það þarf að láta skipta um batterí í þessu. Svo set ég úrið mitt uppí hillu. Nokkrum dögum síðar tek ég eftir því að úrið er skyndilega byrjað að ganga aftur. Spes, hugsa ég með mér en vippa því aftur uppá hendina og gat notað það í rúma viku í viðbót en þá hættir það að ganga aftur! Þannig það fer uppí hillu enn á ný…og ótrúlegt en satt daginn eftir er það byrjað að agenaga aftur! Þannig að ég set það aftir á mig…en viti menn sagan enurtók sig. Þannig að eftir það skipti þá hef ég ekki sett þetta úr á mig afur. :/

Ég ætla ekki að fara í gegn um allar úrsögurnar en hér kemur ein sagan af því hvernig ég skemmdi úr á athygglisverðann hátt.

Þetta var í 9. eða 10. bekk, það vöru einhevrjis svona „öðruvísi“ dagar og allir voru að fást við ýmis verkefni og við binkonurnar vorum að taka upp grín sketsa (Hvernig skrifar maður þetta!?Er þetta rétt??). Við vorum inní enhverri stofu að taka eitthvað upp ogf okkur vantaði eitthvað þannig ég ætla að skottast fram og sækja það, hvað sem það var nú aftur. Einhevrnvegin tekst mér að reka hendina utan í dyrakarminn, ekkert voða fast samt, og viti menn úrið sem ég var nýbúin að fá að gjöf, brotnaði og hætti að virka. 😦

…og síðan þá hef ég varna notað úr…

…þangað til núna í febrúar…

Ég fór til útlanda og sá í einni fylgihlutabúðinni svona bleikt plastúr (svipað og er hægt að kaupa í Tiger) sem kostaði 9 pund eða eitthvað og ég ákvað að nú væri tími til að fá sér úr aftur, mig langaði svo í svona belkt úr! Ég keyoti úrið og það var mikil gleði, ég setti úrið á mig. Ég gat notað þetta úr í tæpar tvær vikur…svo slitnaði það á stórfurðulegum stað. ótrúlega unfair eitthvað 😦 ég þekki fólk sem á svona plastúr sem er búið að eiga sín mikið lengur og þau eru ennþá í heilu lagi… 😦

Hvað er málið með mig og úr??….I want to know!

0

Tebolla vesenið…

Ég á við mjög hverstagslegt og óspennandi vandamál að stríða sem ég kýs að kalla tebolla vesenið. Ég byrjaði nýlega á því að fá mér alltaf bolla af tei á morgnanna sem er allt í gúddí voða heilsusamlegt grænt myntu te. Þetta er alveg athöfn á morgnanna, setja nýtt vatn í hraðsuðuketilinn, sækja te uppí skáp og ná í bolla….ahh bolla já, það eru þeir sem eru vesenið. Af einhverjum ástæðum tek ég mér nýjann bolla á hverjum morgni í stað þess að nota bara sama bollann í nokkra daga, það myndi ekki skipta svo mikklu máli ég er alltaf að drekka sama teið. En af einhverjum ástæðum þá er það mér ómögurlegt að venja mig á það og er því að finna tebolla um alla íbúð. Ég skil þá eftir á ótrúlegustu stöðum…stundum held e´g að það vaxi tebollar í íbúðinni minni…en þegar ég kíki inní skáp og sé að hann er nánast bolla laus þá skil ég hvað hefur átt sér stað. Ég er brjálaður bolladreifari.

Ég er ekki að ná að sætta mig við þetta, ég get notað sama glasið dögum saman, en það er eitthvað við þessa bolla ég virðist ekki geta komið því inní hausinn á mér að ég geti notað sama bollann aftur.

Þar hafið þið það óspennandi vandamál dagsins.