0

Allt í plati

Jæja hér hefur ekkert verið skrifað í allt of langann tíma, en í dag breytist það kanksi ekki til frambúðar en æi dag kemur loksins færsla svona alvöru óléttu færsla.

Á morgun er settur dagur, 29. apríl, vika 40 af óléttu…. 40 vikur er langur tími… tími sem líður á köflum ótrúlega hratt…og svo líka ótrúlega hægt…síðustu dagar eru búinr að líða frekar hægt!

Ég átti alveg von á því að dagarnir gætu farið að líða hægar eftir að ég hætti að vinna eftir páska, en það gerðist einhvernveginn ekki, þökk sé svefnvandamálum á næturna fór alltaf hluti af dögunum í að vinna upp nætursvefninn því það er nokkuð mikilvægt að vera úthvíldur EF eitthvað skildi nú byrja að ské. Svo var ég alltaf með svona mini mission yfir daginn einhver lítil og létt verkefni sem ég reyndi að klára 1 dag í einu sem var hið besta mál.

Svo var enda dagsetningin fain að nálgast og spennan að sjálfsögu í hámarki og við getum ekki beðið eftir að litla mæti loksins. Þá hefst fjörið…á laugardagskvöldið þegar ég er að fara sofa er ég með svona nokkuð milda verki í grindinni og bakinu, sem var svosem ekkert athugunarvert ég hafði alveg oft fengið svoleiðis áður og svo er daman búin að skorða sig þannig að það var nú ekkert óeðlilegt ða væri smá þrýstingur á þessu svæði. Ég vakna svo á sunnudagsmorgun og er enn með verki, en þetta voru öðruvísi verkir, mér fanst það svoldið spennandi kanksi var eitthvað að fara gerast! 😀 Ég ákvað að vera ekkert að æsa mig of mikið, en ég fór að fykgjast með þessu og taka tímann á milli og svona. Ákvað líka að skjóta inn svona auka lúr svona just in case ef allt væri að fara af stað.

Ég var svo viss um að nú væri sko komið að þessu og var orðin geðveikt spennt, slímtappinn var byrjaður að koma og alles, förum ekki nánar útí þann viðbjóð hér, en já allt virtist vera að gerast. Svo róaðist allt einhvernveginn og ekki mikið gekk á yfir daginn, við fórum að versla því það er víst gott að hreyfa sig til að koma þessu af stað…en viti menn það hafði bara öfug áhrif …við búðarröltið hættu verkirnir bara. 😦

Smá svekk, en mér til mikillar gleði þá byrjuðu þeir aftur um 18 leytið og var þetta allt nokkuð reglulegt 8-10 mín á milli, og allt að ské! Við vorum samt ekki í neinu stressi og kíktum í mat til mömmu og svona og þetta héllt svona áfram allann tíman nokkuð reglulegt 8-10 mín á milli.  Svo fórum við bara heim og ég héllt áfram að fylgjast með þessu, hrindi meiraðsegja nirá deild til að spyrja nokkura spurninga og svona og þar sem það var ennþá svona langt á milli ákvað ég að reyna að sofa eitthvað svona til að vera reddý í átökin, en það er talað um að koma niðureftir þegar eru 5 mín eða minna á milli. Allt í góðu og ég leggst í rúmið og reyni að sofa sem gengur bara nokkuð vel þrátt fyrir verki. Svo vakna ég daginn eftir og jú jú enn voru verkir en þeir voru bara út og suður, stundum var langt á milli og stundum stutt svo bara hættu þeir alveg! Úff hvað það var mikið svekk, ég átti tíma hjá ljósunni minni kl. 11 og hún skoðaði mig og allt var í góðu og þetta voru svona æfingaverkir eða fyrirvaraverkir sem er víst ágætt bara svosem en ég vildi fá alvöru!

Svo heldur mánudagurinn áfram allt með kyrrum kjurum þar til rúmlega 17, þá fer allt í gang aftur…en ég var sko ákveðin að láta ekki plata mig aftur og var ekki að gera mér neitt allt of mikklar væntingar um að það kæmi eitthvað meira en sársauki útúr þessu enda var engin regla á þessu og verkirnir bara út og suður á einhvejrum og einhverjum tíma. Aftur héllt þetta áfram alla nóttina sem gerði svefninn erfiðann þar sem þetta voru töluvert verri verkir en kvöldið áður en ég komst í gegn um nóttina ágætlega úthvíld þar sem það var svo langt á milli verkja að ég náði yfirleitt góðum lúrum á milli. Svo héllt þetta aðeins áfram um morguninn en truflaði þó ekki mið morguns lúrinn mikið vaknaði tvisvar á 2 klst með verki en svaf annars bara. Svo eins og áður þá hætti þetta bara yfir daginn. 😦 Bömmer

Nú er svo komið kvöld, og viti menn þetta byrjaði aftur! Á svipuðum tíma og hin kvökdin tvö, úff…ég höndla ekki aðra svona plat nótt….nú má eitthvað vera að gerast.

 

Auglýsingar