Óléttublogg…

Hæ hó ég er ólétt og er ekkert búin að blogga um það….eða blogga yfir höfuð en það er aukaatriði. 😉

16 vikan hefst núna á miðvikudaginn og svona fyrir þá sem ekki telja allt í vikum þá eru það 4 mánuðir. Þetta eru ekki búnir að vera neitt voðalega erfiðir 4 mánuðir engin morgunógleði eða neitt æluvesen. Bara þreyta…og mér leiðist nú ekki að fá mér miðdegislúra þannig að það er nú ekki svo slæmt að „þurfa“ þess. 😉 Ég samt án gríns trúði því ekki að ég væri ólétt þarna fyrst þó að ég hafi pissað á 4 prik og alltaf koma saman niðurstaðan…ég héllt bara að maður ætti að finna meira fyrir þessu. Það var ekki fyrr en við fórum í 1 sónarinn að ég fór að trúa þessu, þegar ég sá þetta með egin augum hoppandi inní mér þarna á skjánum á spítalanum. Það var mjög furðulegt alveg upp að þeim tímapunkti var ég búin að búast við að hún myndi ekkert finna þarna og þetta væri allt bara eitthvað djók. En svo var víst ekki. Það koma samt ennþá dagar þar sem ég …tja…ég trúi því alveg að ég sé ólétt ég er búin að sjá sónar mynd af barninu og fékk að hlusta á hjartsláttinn bara núna í seinustu viku EN stundum bara gleymi ég því einhvernveginn inná milli. Þetta er neflilega mjög furðulegt…það er einhver geimveru grallari þarna inni. 😮 …og það er meiraðsegja komin smá bumba, hún birtist bara allt í einu! Ég var að klæða mig í náttföt og fara að sofa einhvertíma í seinustu viku og stoppa svo og kíki í spegilinn…… fer svo fram og segi; „Eiríkur ég er komin með bumbu!“…og hann svarar; „Já ég veit“…..hahahaha…afhverju var enginn búinn að segja mér þetta?  😉 Ég get samt ekki beðið eftir að hún verði stærri, ég á örugglega ekki eftir að hugsa havð það er frábært þegar hún er orðin svona stór því hún á eftir að þvælast fyrir mér EN akkurat núna þá get ég ekki beðið eftir að hún verði stærri. 🙂 Það er ekkert voða gaman að vera í svona millibils ástandi svona þar sem er meira eins og maður sé bara feitur ekki óléttur. :/ Svo eru náttúrulega öll fötin mín að minka og allir bolir að styttast með hverjum deginum en sem betur fer á ég nokrar blobb buxur sem bjarga deginum. 🙂

Jæja nóg úr undirheimum óléttunnar, ég ætla að reyna að fara verða svoldið duglegri að setja eitthvað hérna inn, ég sé fyrir mér að það verði gaman að lesa svona gamlar óléttu hugleiðingar í seinna þannig ég ætla að reyna setja inn fleiri svoleiðis líka 😉

….og svo náttúrulega eitthvað jóla shit til að prenta að sjálfsögðu 😉

P.s. Set kanksi inn eitt krúttlegt afmæliskort sem ér bjó til í október inná síðuna á eftir 🙂

 

Bæj!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s