0

Flashback Föstudagur #3!!

Þið hélduð að ég ætlaði að svíkja ykkur var það ekki?

En það er jú fashback dagur í dag, fyrsti föstudagurinn í mánuðinum 🙂 og klukkan er ekki orðin 12 á minni klukku þannig að það er tæknilega séð enn föstudagur.

Annars var þetta frekar busy dagur en kanksi nánar um það síðar ég ætlaði að vera löngu búin að henda þessu hérna inn.

Hér kemur það blogg af gömlu bloggsíðunni síðan í október 2009 tók þetta bara beint af síðunni eins og þetta var sett inn 2009 þannig að allat villurnar og öll skemtilegheitin eru á sínum stað 😉

…og eins og glöggir lesendur munu sjá þá hef ég greinilega alltaf verið mjög forvitin um nágranna mína….

Góða skemmtun

—————————————————-

04. október 2009 klukkan 22:38

Bullukolla

Þá er enn ein helgin á enda komin, úff þessar helgar endast allt of stutt!

Þessi helgi var samt bara róleg og fín, leti á föstudagskvöldið og svipað í gær bara kósí.
Það er bara ekkert að gerast!
Annars þá fór ég í réttir um daginn, sem var ágætt svosem dróg eina kind…greyið kindur það er sko illa ferið með þessa veselinga, en það er allt í lagi því þetta eru bara kindur óttalega heimsk grey. Þetta er svona svoldið eins og Jón Gnarr lýsti þessu í ég var einu sinni nörd, þær eru alat hlaupandi um eins og geðsjúklingar svo opnar einhver hlið og þá stoppa þær. Heimsku grey. Hvenrig ætli það sé annars að vera kind ætli þær hugsi eða eru þær svona eins og gullfiskar??? Þær eru örugglega með einhverja gullfiska eiginleika, en gleyma kanksi ekki jafn fljótt, því þær rata stundum heim á bæinn sinn eða kanksi er það bara heppni hjá þeim. Hver veit.Wink

Sum dýr eru voða vitlaus , eins og kötturinn minn stundum stundum getur hún verið voða vitlaus og svo er hún svo mikill klaufi! Hún er sko ekki lipur og kann ekki að smeyja sér framhjá hlutum hljóðalaust, ehnni tekst alltaf að henda einhverju niður, það fantar í hana svona kattlegar fínhreyfingar því hún er snillingur í að henda dóti niður.
Ég var samt mikið að pæla í því um daginn, hvað myndi gerast ef ég myndi bara taka mig til og sleikja hana frá höfði og niður eftir bakinu? Myndi hún bara fríka úr og hugsa „oj oj jo oj!¨Mannaslef!“…svona eins og ég hugsa stundum „oj oj oj kisuslef þegar hún er að sleikja mig, eða  væri ehnni alveg sama?

Eftir mikklar pælingar þá ýminda ég mér að henni yrið alveg sama, ég ætla ekki að prófa þetta kenningu, því það væri ógeðslegt. En ástæðan fyrir því að ég held að henni væri alveg sema er sú að ég strauk yfir hana með blautum þvottarpoka um dasginn af því hún var öll útí ryki úr kattasands kassanum sínum og hún varð náttulega öll blaut…og henni var alveg sama. Að vísu líkaði henni ekki þegar ég héllt henni og þurkaði henni en eftir á skipti þetta hana engu máli.

Gamam að þessu.

Svo hef ég nú líka mikið verið að velta því fyrir mér hvort nágranni minn sé lessa. Ég er ekki viss en það er farið að verða umhugsunarefni. ‘I fyrstu héldum við að hún væri alltaf bara með núja og nýja gæja á hverri nóttu því að það voru stundum bílar fyrir utan sem voru yfir nóttina sem voru ekki bílar í hennar eigu..og yfirleytt aldrei sami bíll. En svo fór þessi bílaumferð að minnka og það fór að vera svona yfirleytt sami bíllinn svartur volvo. Við höfðum nokkrum sinnum séð einhvern þéttvaxin karl með hökutopp þarn á vappi þennig við héldum að hann væri eigandi bílsins. EN fyrir ekki svo löngu síða kom í ljós að það var dökkhærð kona á þessum bíl. Ókei kanksi er þetta systir hennar eða vinkona eða frænka. En afhverju er systirin/vinkaonan/frænkan alltaf að gista? þ’ akom upp sú pæling að hún hefði kanksi fengiuð næturpössun fyrir dótturina hja´þessari frænku/systur/vinkonu EN það var ekki alveg að passa af því bílinn hennar var heima líka! Hvað er að gerast…ég er of forvitin, það er greinilega ekki nógu mikið drama í lífi mínu ég þarf að njósna um n´granna mína til að finna mér slúður haha.Foot in mouthLaughing

Annars þa´var þetta líka svona á Sólvallagötunni ef maður sat með einhverjum inní herbegri og heyrði að Haukur kom framm að pissa þá sagði ég undir eins „shhhh!“…hlustaðu…ég VERÐ að vita hviort hann þvær sér um hendurnar!“ Sealed

Kjánabjáni.

Jæja ég held að þetta sé komið nóg af vileysu í bili. Wink

Auglýsingar
0

Anna og úrin

Ég minntist á úr í einhverri færslu hérna um daginn, þar sem ég sagðist ætla að segja ykkur söguna af mér og úrum síðar. Hér kermur það blogg.

Já þetta er frekar óspennandi….

Anyway’s… Ég á við vandamál að stríða, það virðist vera einhvernvegin gjörsamlega ómögulegt fyrir mig að ganga um með úr. Þetta er löng saga og á rætur sínar að rekja til barnæskunnar. Hljómar dramatískt I know. EN ég hef átt þónokkur úr og þau euga það öll sameiginlegt að vera ónothæf…þegar þau komast uppá hendina á mér. Alveg frá því að ég var krakki hef ég haft þann ótrúlega óhagstæða hævileika að ná að eyðileggja úr á furðunlegann og óútskýranlegann hátt…og þau úr sem ég hef ekki eyðileggt á nýjann og spennandi máta hafa skyndinlega hætt að ganga þrétt fyrir ða ekkert sé að rafhlöðunni í þeim. Eitt dæmi um það er úr sem ég fékk gefins þegar ég var 13 ára held ég alveg örugglega, voða venjulegt úr sme ég gat notað í enhverjar vikur…en svo allt í einu hættir úrið að ganga og ég hugsa ó dem it, það þarf að láta skipta um batterí í þessu. Svo set ég úrið mitt uppí hillu. Nokkrum dögum síðar tek ég eftir því að úrið er skyndilega byrjað að ganga aftur. Spes, hugsa ég með mér en vippa því aftur uppá hendina og gat notað það í rúma viku í viðbót en þá hættir það að ganga aftur! Þannig það fer uppí hillu enn á ný…og ótrúlegt en satt daginn eftir er það byrjað að agenaga aftur! Þannig að ég set það aftir á mig…en viti menn sagan enurtók sig. Þannig að eftir það skipti þá hef ég ekki sett þetta úr á mig afur. :/

Ég ætla ekki að fara í gegn um allar úrsögurnar en hér kemur ein sagan af því hvernig ég skemmdi úr á athygglisverðann hátt.

Þetta var í 9. eða 10. bekk, það vöru einhevrjis svona „öðruvísi“ dagar og allir voru að fást við ýmis verkefni og við binkonurnar vorum að taka upp grín sketsa (Hvernig skrifar maður þetta!?Er þetta rétt??). Við vorum inní enhverri stofu að taka eitthvað upp ogf okkur vantaði eitthvað þannig ég ætla að skottast fram og sækja það, hvað sem það var nú aftur. Einhevrnvegin tekst mér að reka hendina utan í dyrakarminn, ekkert voða fast samt, og viti menn úrið sem ég var nýbúin að fá að gjöf, brotnaði og hætti að virka. 😦

…og síðan þá hef ég varna notað úr…

…þangað til núna í febrúar…

Ég fór til útlanda og sá í einni fylgihlutabúðinni svona bleikt plastúr (svipað og er hægt að kaupa í Tiger) sem kostaði 9 pund eða eitthvað og ég ákvað að nú væri tími til að fá sér úr aftur, mig langaði svo í svona belkt úr! Ég keyoti úrið og það var mikil gleði, ég setti úrið á mig. Ég gat notað þetta úr í tæpar tvær vikur…svo slitnaði það á stórfurðulegum stað. ótrúlega unfair eitthvað 😦 ég þekki fólk sem á svona plastúr sem er búið að eiga sín mikið lengur og þau eru ennþá í heilu lagi… 😦

Hvað er málið með mig og úr??….I want to know!

0

Fötin skapa manin….en fylguhlutirnir skapa konuna…

Ég var í alskonar pælingum í gær svona eins og flesta aðra daga…en þannig var nú það að ég ákvað að setja aæ mig hring áður en éhg fór út ekkert svona fancy hring, bara lítnn illa farinn 300 kr, mood ring en ég tók eftir því að ég beiti höndunum einhvernveginn öðruvís þegar ég er með hring á hendinni, hreyfingarnar verða einhevrnveginn öðruvísi og svona pempíulegri eða dömulegri eða hvað sem fólk vil kalla það og þetta var gjördamlega ómeðvitað þangað til ég tók eftir þessu og fór virkilega að pæla í þessu. Þá fattaði ég að þetta er ekki einu fylgihluturinn sme breytir fasi mínu. Sólgleruagu geta stundum tildæmis gert kraftaverk, þegar ég er í góðu skapi og set á mig sólgleragu þá líður mér stundum eins og ég sé súper merkilegt Hollywood celeb svo ef ég er þunn þá set ég þau á mig til þess að verða „ósýnileg.“ Ég sver það það virkar! En það er magnað hvernig svona fylgihlutir geta breytt hugarfari…ég held ég sé alltaf í góðu skapi þegar ég er með sólgleraugu, því ég elska sólgleraugna tilefni…nema nattulega þegar ég er þunn…þá vill ég bara vera ósýnileg og fela hvað ég er sjúskuð og glær í framan.

Svo eru það náttulega armbömd og eyrnalokkar, ég tek kanski ekki efti mikilli breytingu þannig séð þegar ég er með svona litla stubba eydnalokka en þegar ég set á mig svona hangandi lokka, þá fer eitthvað að gerast. Armböndin gera ekki mikið fyrir mig allavega ekki jafn mikið og hringar og sólgleraugu, en ÚR gera hluti…ekki endilega góða hluti alltaf ég skal segja ykkur söguna af mér og úrum í næsta bloggi. En já úr breyta mér mér finst ég eitthvað svo kúl ef ég komin með úr á hendina…svoan hey…viltu vita hvað klukkan er? Blikk blikk…æ þið vitið…eða kanksi ekki það skiptir ekki máli.

En slæður og svoleiðis…get ekki sagt að það breyti mínu fasi mikið, kanksi af því að ég er eginlega alltadf með eitthvað svoleiðis um hálsinn þannig hálsklútar eru orðnir hluti af líkamanum hjá mér…

,,,og svo eru það skór!

Þeir eru alveg sér kafli held ég bara en fas mitt breytist mikið eftir skóm en summum þetta upp, ég ver allt allt öðruvísi á hælum en venjulega…ég labba hraðar…þó ég fari ekki hvaðara yfir því ég tek ennþá minni skref aun þau verða fleiri, mér finst égsvo há og tingnarleg og ekkert getur staðið í vegi fyrir mér. Sandalar eða inniskór…blobbeddí blobbedí blobb, hlunka teli blobb buxna Anna. – Strigaskór þá breytist ég í casual cool girl.

…svo á ég það líka til að fara í „búning“ þegar ég fer á djammið, s.s. einhver ákveðin föt sem eru svone eithtvað þema eins og strákastelpa, casual cool, rokk chick, snobbuð 50’s housewife…alskonar svona shit…og stundum fylgir persónuleiki með….hljómar eins sog ég sé geðklofi haha, en það er svooo gaman að fara í svona „búning“ á djammið vera í einhevrju svona þema.

0

Fólk sem hefur enga stjórn á tilfiningum sínum…..

Ég var stödd í Hagkaup núna síðastliðinn laugardag, rúm vika í mánaðarmót og hjá sumum er það skelfilegur tími og krónurnar á debetkortinu af skornum skamti kanksi. Hver kannast ekki við að leita um alla íbúð að smá klinki, snúa við sófapullum, hella úr verskinu sínu og róta í buxnavösum í leit að klinki til að kaupa sér núður í Bónus? Fullkomlega eðlilegt ástand.

En ekki allir ráða jafn vel við slíkar krísur og þá snúum við okkur aftur að Hagkaupsferðinni. Eins og við vitum þá er Hagkaup ekki ódýrasta búllan í bænum en stundum er gaman að fara þangað og skoða og stundum er líka til eitthvað þar sem fæst ekki í Bónus o.s.frv. Ég var þarna að versla eina 2L flösku af sódavatni á undan mér í röðinni voru hjón sem greinilega voru ekki í buddu krísu því þau voru með stútfulla kerru af alskonar gúmmelaði, fancy ass kjöti melónur og alskonar shit. Af útlitinu að dæma þá virtust þau vera fólk sem aldrei lendir í svona buddu krísu. Back to my pont, á undna þeim var maður, sá sem var verið að afgreiða þegar ég kem í röðina, hann virtist ósköp venjulegur í útliti þannig séð en svo kemur að því að greyið kassadrengurinn segjir manninum hvað það sem hann var að versla kostar. Maðurinn tekur upp seðla sem eru greinilega ekki nógu margir og þá fer hann að sturta klinki á borðið og byrjar að telja og svo heyrist „andskotinn ég er ekki með nóg!“. Á þessum tímapunkti er maðurinn búinn að setja allt sem hann var að versla í poka sem hann hafði laggt á gólfið á meðan hann var að vesenast með klinnkið. Maðurinn hrifsar uppúr pokanum pakka með fjórum hamborgurum og hendir þeim uppá afgreiðsluborðið og frussar svo út´ru sér trundulega „Ég ætla að skila þessu!“…og greyið kassadrengurinn sem er ekki alveg að átta sig á þessu öllu samann, því maðurinn virðist vera orðinn brjálaður í skapinu, segir;“ha?“  og maðurinn hreytir í hann; „Ég ætla að skila þessu ég er ekki með nóg!.“ Þá þarf kassadrengurinn að hringja í einhern sem er yfir til þess að geta tekið vöruna út úr kassanum og við hin í röðinni bíðum og maðurinn blótar tautar eitthvað og er greinilega orðinn frekar reiður. Svo liksins kemur annar starfsmaður og tekur vöruna út úr kassanum og reiði maðurinn borgar og týnir svo upp klinnkið sem var um allt afgreiðsluborð af mikilli nákvæmni, hrifsar svo pokann og strunsar reiður í burtu.

Ókei eitt eða jafnvel tvennt sem ég skil ekki: Ef reiði maðurinn var svona tæpur með peninga…afhvejru var hann þá að versla í Hagkaup? Þetta var í Smáralindinni og Bónus og Krónan eru þar í næsta nágerni, að vísu var búið að loka Bónus því klukkan var orðin rúmlega sex…en Krónan var enn opnin. Svo hitt sem ég skil ekki eru þessi svakalegu viðbrögð, það geta hugsanlega verið margar ástæður fyrir svona tilfininga sprengju, hann var kanksi para eitthvað tæpur í skapinu þennann daginn eða kanksi var þetta bara búinn að vera ömurlegur dagur og þetta ýtti honum framm af eða kankski er hann bara mjög reiður alltaf, sumir hafa bara enga stjórn á tilfiningum sínum. Hver veit, ég vorkenni samt kassadrengdnum, hann varð eitthvað svo skellkaður litla greyið.

0

Nágranni minn er klárlega raðmorðingi….

Ég er með ýmsar kenningar gott fólk og ég er nokkuð viss um að einn af nágrönnum mínum er raðmorðingi. Þetta er gamall maður sem býr einn og á jeppa sem hann virðist ekki kunna að leggja í stæði.

Raðmorðingi segir þú Anna, en hvað meinaru? Sko nú hef ég orðið vitni af því nokkrum sinnum, þar sem að stundum er ég vakandi á nóttunni því ég er extra hyper þá og einstaka sinnum er ég vakanandu um miðja nótt og í nokkur skipti hef ég séð gamla manninn fara út í bíl milli 3 og 4 að nóttu með lítinn poka og ég verð alltaf vör við það vegna þess að hann á jeppa og það er svona „jeppahljóð“ í honum þannig að það heyrist alvegvel  þegar hann er settur í gang um miðja nótt og engin umferð úti. Það var líka hressilega áberandi núna um daginn vegna þess að hann þurfti að skafa mjög harðann snjó af framrúðinni og það bergmálaði um allt…en enginn heyrir það sem er sofandi því svo heppilega vill til að öll svefnherbergi í nærliggjandi blokkum eru staðsett í endanum sem snýr frá bílaplaninu. Daddarara….

Eitt skipti var ég að koma heim af djamminu og þá er ég oft svoldið upp tjúnuð og hyper þannig ég fór ekkert beint inní rúm heldur fæ ég mér að borða, þegar ég stend í eldhúsinu og líf fyrir einhverja tilviljun út um gluggann þá sé ég bílinn hans koma heim…klukkan 5:30 á sunnudagsmorgni….ég veit hann er hættur að vinna þannig ekki var hann á einhverskonar næturvakt. Þetta þótti mér frekar spes.

Vísbendingar um að hann sé raðmorðingi

Nr. 1 Hann býr einn

Nr.2 Hann á stórann jeppa með pallhúsi, fullkominn staður til að geyma líkið á meðan þú ekur á staðinn þar sme þú ætlar að losa þig við það!

Nr. 3 Hann er alltaf á vappinu um miðja nótt!

….ókei nágranni minn er samt líklega ekki raðmorðingi…

Nr. 1 Ég held að maður hefði orðið meira var við fréttir um mannshvörf ef hann væri í raun raðmorðingi, því raðmorðingjar drepa mikið af fólki.

Nr.2 Hann getur varla laggt bílnum sínum.

Nr.3 hann er gamall hægfara maður, hvernig á hann að geta drepið einhvern?

En hvað er hann alltaf að gera úti um miðja nótt? Getur hann ekki sofið….fer hann og kaupir sér hóru? Hvað er málið…..

You think about that!