0

Nágranni minn er klárlega raðmorðingi….

Ég er með ýmsar kenningar gott fólk og ég er nokkuð viss um að einn af nágrönnum mínum er raðmorðingi. Þetta er gamall maður sem býr einn og á jeppa sem hann virðist ekki kunna að leggja í stæði.

Raðmorðingi segir þú Anna, en hvað meinaru? Sko nú hef ég orðið vitni af því nokkrum sinnum, þar sem að stundum er ég vakandi á nóttunni því ég er extra hyper þá og einstaka sinnum er ég vakanandu um miðja nótt og í nokkur skipti hef ég séð gamla manninn fara út í bíl milli 3 og 4 að nóttu með lítinn poka og ég verð alltaf vör við það vegna þess að hann á jeppa og það er svona „jeppahljóð“ í honum þannig að það heyrist alvegvel  þegar hann er settur í gang um miðja nótt og engin umferð úti. Það var líka hressilega áberandi núna um daginn vegna þess að hann þurfti að skafa mjög harðann snjó af framrúðinni og það bergmálaði um allt…en enginn heyrir það sem er sofandi því svo heppilega vill til að öll svefnherbergi í nærliggjandi blokkum eru staðsett í endanum sem snýr frá bílaplaninu. Daddarara….

Eitt skipti var ég að koma heim af djamminu og þá er ég oft svoldið upp tjúnuð og hyper þannig ég fór ekkert beint inní rúm heldur fæ ég mér að borða, þegar ég stend í eldhúsinu og líf fyrir einhverja tilviljun út um gluggann þá sé ég bílinn hans koma heim…klukkan 5:30 á sunnudagsmorgni….ég veit hann er hættur að vinna þannig ekki var hann á einhverskonar næturvakt. Þetta þótti mér frekar spes.

Vísbendingar um að hann sé raðmorðingi

Nr. 1 Hann býr einn

Nr.2 Hann á stórann jeppa með pallhúsi, fullkominn staður til að geyma líkið á meðan þú ekur á staðinn þar sme þú ætlar að losa þig við það!

Nr. 3 Hann er alltaf á vappinu um miðja nótt!

….ókei nágranni minn er samt líklega ekki raðmorðingi…

Nr. 1 Ég held að maður hefði orðið meira var við fréttir um mannshvörf ef hann væri í raun raðmorðingi, því raðmorðingjar drepa mikið af fólki.

Nr.2 Hann getur varla laggt bílnum sínum.

Nr.3 hann er gamall hægfara maður, hvernig á hann að geta drepið einhvern?

En hvað er hann alltaf að gera úti um miðja nótt? Getur hann ekki sofið….fer hann og kaupir sér hóru? Hvað er málið…..

You think about that!

Auglýsingar