Mömmublogg

Það er svolítið spes að tala allt í einu um sig sem mömmu en samt svo eðlilegt eitthvað. Ég var spurð í dag hvort væri ekki skrýtið að vera allt í einu komin með barn og svar mitt var nei. Mér finst það ekkert skrýtið, mér fanst það svoltið skrýtið í einhverja klukkutíma kanksi svona fyrsta sólarhringinn en eftir það fanst mér bara eins og ég hafi alltaf átt hana Freyju. 🙂

Það er samt alveg hellingur sem breytist og fyrstu vikurnar er maður svoldið mikið bara heima og kanksi svolítið heftur á einhvern hátt en maður tekur eiginlega ekki eftir því af því maður er svo mikið að hugsa um þetta litla kríli. En svo fer maður á stjá og fer í gönguferðir og verður svoldið frakkari því af einhverjum ástæðum þá er maður mjög paranoid með allt fyrst…samt var ég ekkert svo slæm þannig en maður hefur mikklar áhyggjur af svifryki, mengun, sýklum og svoleiðis.

En eins og ég sagði þá var/er ég ekkert svo slæm í þessum málum og við Freyja förum alveg í gönguferðir.

Ég hef samt mjög gaman af því að fylgjast með hvað aðrar nýjar mömmur eru paranoid og að pæla í alskonar hlutum sem ég hugsa ekkert um og ég er bara frekar kærulaus miða við þær en samt líður barninu mínu bara mjög vel þó ég sé ekki að telja ofaní hana millilítrana af mjólk eða skrá hjá mér hvernig hún sefur eða hversu mörgum bleyjum ég skipti á yfir daginn. Allt gengur bara vel og við mæðgur erum hamingjusamar og heilsuhraustar.

Svo má ég nú til með að hneykslast aðeins á havaríinu í kring um skírnarveislur hjá sumum, svona af því að sjálf hélt ég mína fyrstu skírnarveislu núna um daginn,  ég hef heyrt im 150 manna skírnarveislur! Það er bara eins og brúðkaup eða ferming! Ég bauð ekki einu sinni svona mörgum í mitt brúðkaup! Sumt fólk tapar sér bara og gerir þetta að mikið meira veseni en þetta þarf að vera. Þannig að það kemur mér bara ekkert á óvart að sumar skuli lenda í því að verða mjólkurlitlar þegar þær koma sér í svona stress að vera bjóða í 150 manna veislu fyrir ungabarn. Hverjum í ósköponum er það að bjóða? Við buðum bara þeim allra nánustu og það voru 16 manns með okkur og það var bara alveg nóg, auðvitað eiga sumir stærri fjölskyldur og sumir eiga foreldra sem eru skilin og komin með nýja maka og alskonar en holy crap það eru ekki 150 manns. Skil þetta bara ekki og vissi ekki að fólk væri að halda svona stórar skírnarveislur.

Jæja lengra verður þetta ekki í bili, ég ætla að reyna að vera dugleg að skrifa eitthvað hérna í sumar þannig fylgist með 😉

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s