0

Hvað er að ské?

Lífskrísan heldur áfram?

Ég veit ekki hvort það eru áhrif sumarsins eða hvort ég er bara komin með allt á hreint en lífskrýsan virðist vera að komast á strik. Enda hefur ekki mikið verið bloggað hér. En ég held að það sé að hluta til sumrinu að „kenna“. Það er einhvernveginn erfiðara að hafa tími til að hafa áhyggjur á sumrin, það er allt svo afslappað og kósí eitthvað eða kanski er þetta bara ég.

En tökum smá sögustund. Um daginn var ég komin að einhverkona niðurstöðu um hugsanlegt háskólanám. En frekar pirrandi heimsókn í Háskóla Íslands og smá vsenisdag þá er háskólanam ekki í boði í nánustu framtíð. Við skulum ekkert fara of náið útí það, en ég ætlaði semsagt að „svindla“ og fra í háskólagátt á Bifröst og blablabla…en það er ekki í boði vegna þess að það gagnast mér ekkert ef ég ætla að sækja um í HÍ. Það eru lskonar aðrir möguleikar til að „svindla“ EN þær möguleikar kosta sitt.

Blabbedí bla, nenni ekki að fara útí smáatriðiði en samtal mitt við námsráðgjafanf var baisicly svona;

Ég:“En get ég ekki…“

Hún:“Nei.“

Ég:“ En ef ég…“

Hún:“Nei.“

Þannig var nú það HÍ veit ekki af hvejru þeir voru að missa. En þeir fá að komast að því fyrr eða síðar. 😉

En endarleg niðurstaða var sú að ég nyðist til að fara aftur í  famhaldskóla og klára „réttu“ eininarnar. Sem ég er ekki að fíla,var komin með nóg af Tækniskólanum og þessu framhakdskólalíf yfir höfuð og var alveg komin á næsta level. Ég varkomin á andlegt háskóla level…level sem allir sem þekkja mig vel bjuggust aldrei við að ég myndi ná. Aðalga vegn þess að ég er árum saman búin a lýsa ví yfir hvað mér finst þetta stúdentspróf  blebbalegt og hvað háskólanám sé overrated…bla bla bla…já ég þarf að éta þetta allt ofan í mig. *hóst hóst* En stúdentspróf er samt pínu plebbalegt..*hóst hóst*….en það víst næsta skref.

Langar samt suma daga mest af öllu að eignast tímavél og fara og sparka hressilega í rassgatið á fortíðar Önnu og segja henni að hætta að sóa tíma í vitleysu.

En það er ekki hægt.

Þetta er sum-upp af lífskrísunni.

Þannig ég ætla að segja þetta gott, verð kankski öfga duglega og pikka inn annað blogg seinna í dag eða á morgun til að segja ykur frá ævintýri gærdagsins…

Auglýsingar
0

Flashback Föstudagur #3!!

Þið hélduð að ég ætlaði að svíkja ykkur var það ekki?

En það er jú fashback dagur í dag, fyrsti föstudagurinn í mánuðinum 🙂 og klukkan er ekki orðin 12 á minni klukku þannig að það er tæknilega séð enn föstudagur.

Annars var þetta frekar busy dagur en kanksi nánar um það síðar ég ætlaði að vera löngu búin að henda þessu hérna inn.

Hér kemur það blogg af gömlu bloggsíðunni síðan í október 2009 tók þetta bara beint af síðunni eins og þetta var sett inn 2009 þannig að allat villurnar og öll skemtilegheitin eru á sínum stað 😉

…og eins og glöggir lesendur munu sjá þá hef ég greinilega alltaf verið mjög forvitin um nágranna mína….

Góða skemmtun

—————————————————-

04. október 2009 klukkan 22:38

Bullukolla

Þá er enn ein helgin á enda komin, úff þessar helgar endast allt of stutt!

Þessi helgi var samt bara róleg og fín, leti á föstudagskvöldið og svipað í gær bara kósí.
Það er bara ekkert að gerast!
Annars þá fór ég í réttir um daginn, sem var ágætt svosem dróg eina kind…greyið kindur það er sko illa ferið með þessa veselinga, en það er allt í lagi því þetta eru bara kindur óttalega heimsk grey. Þetta er svona svoldið eins og Jón Gnarr lýsti þessu í ég var einu sinni nörd, þær eru alat hlaupandi um eins og geðsjúklingar svo opnar einhver hlið og þá stoppa þær. Heimsku grey. Hvenrig ætli það sé annars að vera kind ætli þær hugsi eða eru þær svona eins og gullfiskar??? Þær eru örugglega með einhverja gullfiska eiginleika, en gleyma kanksi ekki jafn fljótt, því þær rata stundum heim á bæinn sinn eða kanksi er það bara heppni hjá þeim. Hver veit.Wink

Sum dýr eru voða vitlaus , eins og kötturinn minn stundum stundum getur hún verið voða vitlaus og svo er hún svo mikill klaufi! Hún er sko ekki lipur og kann ekki að smeyja sér framhjá hlutum hljóðalaust, ehnni tekst alltaf að henda einhverju niður, það fantar í hana svona kattlegar fínhreyfingar því hún er snillingur í að henda dóti niður.
Ég var samt mikið að pæla í því um daginn, hvað myndi gerast ef ég myndi bara taka mig til og sleikja hana frá höfði og niður eftir bakinu? Myndi hún bara fríka úr og hugsa „oj oj jo oj!¨Mannaslef!“…svona eins og ég hugsa stundum „oj oj oj kisuslef þegar hún er að sleikja mig, eða  væri ehnni alveg sama?

Eftir mikklar pælingar þá ýminda ég mér að henni yrið alveg sama, ég ætla ekki að prófa þetta kenningu, því það væri ógeðslegt. En ástæðan fyrir því að ég held að henni væri alveg sema er sú að ég strauk yfir hana með blautum þvottarpoka um dasginn af því hún var öll útí ryki úr kattasands kassanum sínum og hún varð náttulega öll blaut…og henni var alveg sama. Að vísu líkaði henni ekki þegar ég héllt henni og þurkaði henni en eftir á skipti þetta hana engu máli.

Gamam að þessu.

Svo hef ég nú líka mikið verið að velta því fyrir mér hvort nágranni minn sé lessa. Ég er ekki viss en það er farið að verða umhugsunarefni. ‘I fyrstu héldum við að hún væri alltaf bara með núja og nýja gæja á hverri nóttu því að það voru stundum bílar fyrir utan sem voru yfir nóttina sem voru ekki bílar í hennar eigu..og yfirleytt aldrei sami bíll. En svo fór þessi bílaumferð að minnka og það fór að vera svona yfirleytt sami bíllinn svartur volvo. Við höfðum nokkrum sinnum séð einhvern þéttvaxin karl með hökutopp þarn á vappi þennig við héldum að hann væri eigandi bílsins. EN fyrir ekki svo löngu síða kom í ljós að það var dökkhærð kona á þessum bíl. Ókei kanksi er þetta systir hennar eða vinkona eða frænka. En afhverju er systirin/vinkaonan/frænkan alltaf að gista? þ’ akom upp sú pæling að hún hefði kanksi fengiuð næturpössun fyrir dótturina hja´þessari frænku/systur/vinkonu EN það var ekki alveg að passa af því bílinn hennar var heima líka! Hvað er að gerast…ég er of forvitin, það er greinilega ekki nógu mikið drama í lífi mínu ég þarf að njósna um n´granna mína til að finna mér slúður haha.Foot in mouthLaughing

Annars þa´var þetta líka svona á Sólvallagötunni ef maður sat með einhverjum inní herbegri og heyrði að Haukur kom framm að pissa þá sagði ég undir eins „shhhh!“…hlustaðu…ég VERÐ að vita hviort hann þvær sér um hendurnar!“ Sealed

Kjánabjáni.

Jæja ég held að þetta sé komið nóg af vileysu í bili. Wink