0

Hvað get ég sagt…

Það gerist ekki mikið þessa dagana, að minstakosti ekkert voðalega merkilegir hlutir því þetta er náttúrulega bara endursýning af árinu 2013 þannig að þið hafið lesið þetta allt saman áður.

Ég skráði mig aftur á bætur eftir þetta skóla vesen mitt, finst ég voða vonlaus núna og er ekkert neitt rosa mikið búin að vera deila því endilega því eins og ég hef sagt áður þá eru allir með sínar skoðanir og vilja „hjálpa“ manni með því að ráðleggja hitt og þetta og þykjast vera voða skilningsríkir en allat þessar ráðleggingar eru frekar svona „back handed“ svona hljóma eins og fólk meini vel en undirliggjandi er eitthvað annað. Svona eins og þegar fólk segir eitthvað eins og ;“Vá ég hef aldrei séð þig í bleiku áður“ og lætur það hljóma eins og hrós en það á í raun við;“Þú lítur út eins og kærleiksbjörn…“ 

…og þegar fólk spyr; „….og ertu ekki búin að lesa mikið síðan þú hættir að vinna?“ =“Hvað í andskotanum gerir þú við allann þennann frítíma?“

…kanksi er ég bara að pæla of mikið í hlutum en svo eru fleiri hlutir eins og; „Þú ættir nú að nýta þennann tíma til þess að koma með nokkra krakka“ (svona fyrst að þú hefur ekkert betra að gera) óþolandi…alveg jafn óþplandi og spurningin; „Og hvenær koma svo börnin?“ Ég gæti gubbað, það kemur bara engum við! Verst að á aðal stundinni þegar ég er spurð að svona spurningum þá gleymi ég að hreyta því í fólk eins og það á skilið því hverjum kemur það eitthvað við hvenær við Eiríkur ákveðum að fjölga mannkyninu! -Note to self auto responce: „Það kemur bara engum við nema mér og Eiríki, þetta er mjög dónaleg spurning!“ Ekki geng ég um og spyr fólk hvort það hafi náð sér í einhvern krassandi kynsjúkdóm nýlega eða hvernig hægðirnar séu búnar að vera síðustu vikur. Kræsturinn.

Þessi börn virðist vera það eina sem kemst í höfuðið á fólki, það eru alveg aðrir hlutir að gerast við trúlofuðum okkur síðast sumar og erum að fara gifta okkur núna í sumar er það ekki nógu krassandi fyrir þetta lið eða?

…svo eru það náttúrulega sjálfumglöðu foreldrarnir sem fara líka í taugarnar á mér….þetta er fólkið sem á börn og veit því allt um börn og gefur manni alskonar svona tips þó svo að maður eigi engin börn og hafi ekki beðið um nein ráð eða verið að tala um neitt sem tengdist börnum!

…svo er náttúrulega fólkið sem segir í sífellu á innsoginu ;“Jáhhh þetta breytist sko þegar þið eignist börn…bla bla bla…“ og segir að maður geti ekki gert hitt og þetta þegar börnin eru komin og .etta sé svo erfitt og maður sé svo heppinn að þurfa ekki að pæla í þessu…

Það fyndna er að það er einmitt þetta sama fólk sem spyr í sífellu;“oooog hvenær koma börnin???“ 

Dæs…það er erfitt að vera 25 ára og í sambandi…ég hef aldrei upplifað annað eins ég sé bara fram á að þetta fari versnandi þegar líða fer á 26. aldurárið….

Hættiði þessu rugli ég tek ekki þátt í þessum spurningaleik lengur.

Auglýsingar