0

Tebolla vesenið…

Ég á við mjög hverstagslegt og óspennandi vandamál að stríða sem ég kýs að kalla tebolla vesenið. Ég byrjaði nýlega á því að fá mér alltaf bolla af tei á morgnanna sem er allt í gúddí voða heilsusamlegt grænt myntu te. Þetta er alveg athöfn á morgnanna, setja nýtt vatn í hraðsuðuketilinn, sækja te uppí skáp og ná í bolla….ahh bolla já, það eru þeir sem eru vesenið. Af einhverjum ástæðum tek ég mér nýjann bolla á hverjum morgni í stað þess að nota bara sama bollann í nokkra daga, það myndi ekki skipta svo mikklu máli ég er alltaf að drekka sama teið. En af einhverjum ástæðum þá er það mér ómögurlegt að venja mig á það og er því að finna tebolla um alla íbúð. Ég skil þá eftir á ótrúlegustu stöðum…stundum held e´g að það vaxi tebollar í íbúðinni minni…en þegar ég kíki inní skáp og sé að hann er nánast bolla laus þá skil ég hvað hefur átt sér stað. Ég er brjálaður bolladreifari.

Ég er ekki að ná að sætta mig við þetta, ég get notað sama glasið dögum saman, en það er eitthvað við þessa bolla ég virðist ekki geta komið því inní hausinn á mér að ég geti notað sama bollann aftur.

Þar hafið þið það óspennandi vandamál dagsins.

Auglýsingar