0

Fötin skapa manin….en fylguhlutirnir skapa konuna…

Ég var í alskonar pælingum í gær svona eins og flesta aðra daga…en þannig var nú það að ég ákvað að setja aæ mig hring áður en éhg fór út ekkert svona fancy hring, bara lítnn illa farinn 300 kr, mood ring en ég tók eftir því að ég beiti höndunum einhvernveginn öðruvís þegar ég er með hring á hendinni, hreyfingarnar verða einhevrnveginn öðruvísi og svona pempíulegri eða dömulegri eða hvað sem fólk vil kalla það og þetta var gjördamlega ómeðvitað þangað til ég tók eftir þessu og fór virkilega að pæla í þessu. Þá fattaði ég að þetta er ekki einu fylgihluturinn sme breytir fasi mínu. Sólgleruagu geta stundum tildæmis gert kraftaverk, þegar ég er í góðu skapi og set á mig sólgleragu þá líður mér stundum eins og ég sé súper merkilegt Hollywood celeb svo ef ég er þunn þá set ég þau á mig til þess að verða „ósýnileg.“ Ég sver það það virkar! En það er magnað hvernig svona fylgihlutir geta breytt hugarfari…ég held ég sé alltaf í góðu skapi þegar ég er með sólgleraugu, því ég elska sólgleraugna tilefni…nema nattulega þegar ég er þunn…þá vill ég bara vera ósýnileg og fela hvað ég er sjúskuð og glær í framan.

Svo eru það náttulega armbömd og eyrnalokkar, ég tek kanski ekki efti mikilli breytingu þannig séð þegar ég er með svona litla stubba eydnalokka en þegar ég set á mig svona hangandi lokka, þá fer eitthvað að gerast. Armböndin gera ekki mikið fyrir mig allavega ekki jafn mikið og hringar og sólgleraugu, en ÚR gera hluti…ekki endilega góða hluti alltaf ég skal segja ykkur söguna af mér og úrum í næsta bloggi. En já úr breyta mér mér finst ég eitthvað svo kúl ef ég komin með úr á hendina…svoan hey…viltu vita hvað klukkan er? Blikk blikk…æ þið vitið…eða kanksi ekki það skiptir ekki máli.

En slæður og svoleiðis…get ekki sagt að það breyti mínu fasi mikið, kanksi af því að ég er eginlega alltadf með eitthvað svoleiðis um hálsinn þannig hálsklútar eru orðnir hluti af líkamanum hjá mér…

,,,og svo eru það skór!

Þeir eru alveg sér kafli held ég bara en fas mitt breytist mikið eftir skóm en summum þetta upp, ég ver allt allt öðruvísi á hælum en venjulega…ég labba hraðar…þó ég fari ekki hvaðara yfir því ég tek ennþá minni skref aun þau verða fleiri, mér finst égsvo há og tingnarleg og ekkert getur staðið í vegi fyrir mér. Sandalar eða inniskór…blobbeddí blobbedí blobb, hlunka teli blobb buxna Anna. – Strigaskór þá breytist ég í casual cool girl.

…svo á ég það líka til að fara í „búning“ þegar ég fer á djammið, s.s. einhver ákveðin föt sem eru svone eithtvað þema eins og strákastelpa, casual cool, rokk chick, snobbuð 50’s housewife…alskonar svona shit…og stundum fylgir persónuleiki með….hljómar eins sog ég sé geðklofi haha, en það er svooo gaman að fara í svona „búning“ á djammið vera í einhevrju svona þema.