Vatnslita þerepían…

Jæja ég hef svo mikið að væla undan í skólanum að ég veit varla hvar ég á að byrja…

en í fyrstalagi…*dæs* þessi börn þarna já…þau eru ótrúlegaa pirrandi, get ekki beðið eftir að losna af framhaldskólastiginu!!

Þessar flissandi gelgjur og þessir ofur töff gaurar sem halda að það sé ekkert meira töff en þeir….og svo kjánalegu nördarnir….en þeir eru nú ósköp saklausir….

Ég er búin að vera þarna núna í hvað 3 eða 4 vikur og er alveg að verða nokkuð góð í því að leiða þetta framhjá mér og ingora þetta pakk…vera svoldið „zen“.

En í fyrstu heilu kennslu vikunni glímdi ég við mikinn pirring og var mjög anti-zren. Það var t.d. gaur með mér í sögu sem var gjörsamlega óþolandi! Hann sat beint fyrir aftan mig í fyrsta alvöru tímanum og var allur á iði, settist upp og lagðist fram á borðið til skiptis og þess á milli dæsti hann hátt eða barði höfðinu í borðið..argasti dónaskapur og þvílík vanvirðing við kennarann sem var mjög zen yfir þessu öllu saman. Það var eins og þetta litla gerpi hélt að hann væri eitthvað betri eða gáfaðri en kennarinn og þrætti einstaka sinnum við hana um einhverjar staðreyndir. Undir lokin var ég orðin það pirruð að mig langaði til þess að snúa mér við og spyrja hann hvort hann væri með njálg! Sjitt!….en með vikunum hefur mér tekist að leiða þetta og svo margt annað framhjá mér. Það er tilgangslaust að láta þetta fara í taugarnar á sér.

Ég gleðst samt yfir því þegar aðrir pirrast líka á svona hlutum og slíkt atvik gerðist í dag í spænsku tíma. Fyrir aftan mig sátu tvær stelpur á hápunkti gelgjunnar, flissandi og hvíslandi og gefandi frá sér alskonar gelgjuhljóð og stelpan sem sat við hliðina á mér stundi allt í einu upp „Díses kræst!“ -sneri sér við og bað þær að hætta þessu. Mér fanst það mjög ánægjuleg stund, sérstaklega þegar ég fattaði að ég haðfi ekki tekið eftir þessum flissum og gelgjuhljóðum, mér hafði tekist að ingnora þetta fullkomlega. – Vel gert Anna….vel gert 😉

Ég nenni ekki að skólapirrast meira þetta er komið gott. 😉

Ekki örvænta samt ég veit ekki hvort ég endist í þessu zen ífi að eilífu ég á örugglega eftir að snappa og blogga um það , svo það er eitthvað til að hlakka til. 😉

Annars þá hef ég komist að því að vatnslitir eru mesta snilld í geimi! Þökk sé Unni þá ákvað ég að byrja að vatnslita, og það er bara best í geimi!…og mikið heilbrigðari afþreying en að sitja við tölvuna og ýta á refresh á Facebook. 😉

Þetta er orðin einskonar þerepía, svona róandi stund þar sem eru engar áhyggjur enginn lærdómur engar hugsanir bara ég og vatnslitirnir. Mega kósí. Fyrir sumum er það uppvask en þar sem ég hata fá heimilisverk jafn mikið og uppvask þá vatnslita ég! Hvernig er annað hægt en að vera zen þegar maður er að vatnslita? 😉

Mæli með að fólk testi vatnslita þerepíuna, það skiptir ekki máli hvað kemur útúr því, það er þessi kósí stund sem er aðal málið. 😉

Að lokum Zen kennslustund hjá Hyde. – Góðar stundir

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s