Back to the start…

Já það lítur út fyrri að ég sé komin aftur á byrjunarreit…mér líður allavega þannig. Eftir allt þetta crap og þennann þvæling fram og til baka. Long story short þá er skólinn byrjaður.

Ég held ég hafi ekkert verið að fela það en ég hef ekki hlakkað neitt sérstaklega til þess en stundum eru bara ákveðinir hlutir sem maður þarf að gera og klára áður en maður kemst á næsta level….þrátt fyrir að vera komin andlega á næsta level 😉

Það góða við að vera orðin námsmaður aftur er það að vera laus undan vinnumálastofnun, mér fanst þungu fargi af mér létt þegar ég skráði mig af bótum og hætti að vera opinber atvinnuleysing. Ljúfa frelsi. Ótrúlegt hvað svona hlutur sem á að hjálpa manni getur verið heftandi og niðurdrepandi.

Svo eru það spurningarnar, spurningarnar eru endalusar, nánast daglegur viðburður og þær fá mig til þess að langa að loka mig af í pínu litlu herbergi og vera í einangrun þangað til að ég get svarað þeim öllum á fullnægjandi hátt. Ég er viss um að birnir fara í dvala að svipuðum ástæðum….svo þeir geti svarað öllum heimsins spurningum…

En já fór aðeins út fyrir efnið…SPURNINGAR

….“Hvað ertu aftur að fara læra?“ spurning sem ég fæ oft í viku og svarið er alltaf „klára stúdent svo ég komist í háskólann eða eitthvað“…og þá kemur follow-up spurning „Já ókei, hvað ætlaru að læra í háskólanum?“…..Svar:……

*scene missing*

………..

„Ég veit það ekki.“ Punktur.

…..kvikmyndafræði? Enska? Eitthvað annað tungumál?

Afhvejru þarf ég svosem að vera búin að ákveða það ég er ekki einu sinni nálægt því að geta sótt um í háskóla.

Anyways… út um allt er fullt af vel viljuðu fólki sem er með alskyns ráðleggingar og hugmyndir um hvað ég ætti að gera…….“Farðu í Listaháskólann hann er mjög skemmtilegur..“ „Lærðu eitthvað sem þú getur unnið við…“ „Ertu búin að skoða háskóla erlendis?“ „Hvaða skóla ertu búin að skoða?“…“Afhverju ferðu ekki bara í raungreinadeildina?“…hvernig er þetta hvenrig er hitt, gerðu þetta ertu búin að skoða hitt……blabla…

Hausinn á mér er á hvolfi og þetta er allt komið í einn hrærigraut. Ég veit EKKI hvað ég ætla að gera eða hvað ég verð að gera eftir ár og mér líkar það ágætlega, Takk. Ég veit að allt þetta velviljaða fólk er að reyna að vera næs og reyna að gera líf mitt auðveldara með því að benda mér á hitt og þetta en ef ég á að segja eins og er þá er það ekki að virka fyrir mig…..og svona ef við skoðum aðeins söguna….Önnu söguna það er að segja, og pælum aðeins í þessu…. hefur Anna einhvertíma gert eitthvað af því sem henni er sagt að gera? (námslega séð og já ég er farin að tala um mig í þriðju persónu..tek þetta kanski á næsta level og ver að verða Annan…uhh..nei annars)

Anna er bara að klára stúdentinn núna því það var move sem enginn bjóst við BÚ JA!

Nei annars, þetta var óhjákvæmilegur atburður…..svona af því að þetta opnar manni nokkrar dyr til viðbótar.

En nýja lífsspekin mín er að sjá hvað gerist, ég er ekki það góð með sjálfa mig að búast við því að það rúlli bara allt uppí hendurnar á mér en ég ætla að sjá hvernig atburðir þróast… fljóta með straumnum í stutta stund og sjá hvert hann fer með mig.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s