Hvernig ertu í kryppunni?

Sumarið er tíminn eða hvað? Jú mikið rétt en sumarið er ekki tíminn fyri tilvistakreppu, ég er allavega búin að vera í tilvistakreppu fríi og búin að vera að gera alskonar shit til þess að dreifa huganum annað og reyna að vera í smá tilvistakreppu fríi. Með því að fara í sjálfboðavinnu og skreppa í eina eða tvær útilegur.

En svo komst ég að því að það er í alvörunni eitthvað fólk sem les þetta blogg, mjög spennó. Ekki örvænta þið sem fylgist reglulega með ég er ekki hætt það eiga eftir að koma alskonar athugasemdir og pælingar því tilvistekreppan er langt frá því að vera á enda. Ég var búin að deila því að ég er að fara aftiur í skólann í haust og þau ykkar sem hafið gaman af væli og pirringi getið byrjað að hlakka til því það verður örugglega nóg af því í haust! Ég nenni s.s. ekki að fara aftur í Tækinskólann, en það er skynsamasti kosturinn í augnablikinu þannig að ég þarf bara að bíta á jaxlin og rumpa þessu í gegn þetta verður vonandi bara einn vetur af allt gengur að óskum.

En ég get sko sagt ykkur það að þrátt fyrir ágætis tilraunir til þess að trufla sjálfa mig og reyna að hætta að hafa áhyggjur af lífinu, þá laumast tilvistakreppan inn öðru hverju og fær mig til að gera ótrúlegustu hluti. Ég skal útksýra:

Hluti af nýju líffspekinni minni er að reyna að vera dugleg að prófa nýja hluti og byrjaði ég sumarið á því að fara í prufu köfunartíma…..Sem hljómar crazy í eyrum sumra en kanksi ekkert svo brjálæðislegt hjá öðrum. En hjá mér er þetta svoldið crazy og mér leið eins og einhverjum áhættufíkli vegna þess að ég er sjúklega vatnshrædd og hef alltaf verið. Ég get ekki synt í hvaða sundlaug sem er t.d. ég þarf að forsamþyggja sundlaugar sem ætla hugsanlega einhvertíma að synda í, þær meiga ekki vera of djúpar, þær verða að vera með flísalögðum botni eða svona gúmmí botni, ekki máluðum steinbotni, ég vil ekki synda yfir niðurföll og hellst ekki nálægt gluggunum sem eru ofaní á bakkaveggnum. Ég get ekki synt í vatni þar sem ég sé ekki botninn. En get ekki hoppað útí sjó…en ég get labbað útí sjó eins lengi og ég næ enn til botns. Núna eruð þið kanksi komin með einhverskonar mynd af vatnshræðslunni minni og skiljið kanski örlítið afhvejru það er big deal í mínum heimi að fara á kynningar köfunarnámskeið og prufa að kafa, þó að það hafi verið í sundlaug. Þetta var s.s. í Sundhöllinni og það er sundlaug sem er ekki pre approved hjá mér, hún er of djúp og ég myndi aldrei synda í henni. En ég Kafaði í henni og fór  alveg niðrá botn! Crazy Anna…ég fríkaði samt alveg út einu sinni eða tvisvar….kanksi þrisvar…hver er að telja! EN ég var með mjög indælann leiðbeinanda sem sýndi þolinmæði og kom mér í gegn um þetta. 🙂 Þetta var mjög gaman, ég náði samt varla að upplifa hversu magnað þetta var fyrr en eftirá því ég var of upptekin við að panikka hehe.

Svo fékk ég nýlega hugljómun um að labba Laugarveginn…og þá er ég ekki að tala um þennann sem er niðrí bæ 😉 Það hljómar súper útvivistalega og heilsusamlega. Það verður mission næsta sumars held ég klárlega! Ég held því fram að tilvistakreppan mín hafi fundið uppá þessu. 😉

Svona er þetta.

Annars þá er þetta sumar búið að vera allt of fljótt að líða, ég veit ekki hvað gerðist. Tíminn líður þegar það er gaman. 🙂

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s